Breyting á innkomu í Grindavík vegna landriss Vegna nýrra gagna sem sýna aukið landris við Svartsengi hefur lögreglan á Suðurnesjum ákveðið að þau sem hafa fengið skilaboð um innkomu í Grindavík á morgun vegna verðmætabjörgunar mæti við lokunarpóst við mót Krísuvíkurvegar og Suðurstrandarvegar, í stað Grindavíkurvegs og Reykjanesbrautar. 20.11.2023 00:07
Gengu út af viðburði Clinton og mótmæltu Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni. 19.11.2023 23:26
Hótanir og áreiti vegna vegglistaverks: „Ef ég gæti tekið þig niður og barið þig þá myndi ég gera það“ Listakonan Julia Mai Linnéa Maria hefur unnið að listaverki við Vegamótastíg með skilaboðunum „Frjáls Palestína“ og „Vopnahlé strax“. Hún heldur ótrauð áfram þrátt fyrir áreiti og skemmdir á verkinu. 19.11.2023 22:41
Rosalynn Carter er látin Rosalynn Carter, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, er látin 96 ára að aldri. 19.11.2023 21:02
„Skiljanlegt að Grindvíkingar vilji fá meiri vissu“ Kallað hefur verið eftir að bankar sýni samfélagslega ábyrgð vegna bankalána Grindvíkinga. Bankastjóri Landsbankans segir að gott samtal um stöðu Grindvíkinga milli bankans og stjórnvalda eigi sér nú stað. 19.11.2023 20:09
Land rís hratt við Svartsengi Bylgjuvíxlmynd Veðurstofu Íslands sýnir aukin hraða í landrisi á svæðinu umhverfis Svartsengi. Myndir sýna landris allt að 30 mm á einum sólarhring á milli dagana 18.-19. nóvember. 19.11.2023 19:54
Eldur í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði Tilkynnt var um eld í iðnaðarhúsnæði við Melabraut í Hafnarfirði um áttaleytið í kvöld. Slökkvistarfi er lokið á svæðinu. 19.11.2023 19:16
Afi dæmdi fótboltaleik 3. flokks kvenna þegar enginn dómari mætti Afi leikmanns UMF Selfoss stökk inn í hlutverk dómara þegar enginn dómari mætti á leik 3. flokks kvenna í knattspyrnu á Faxaflóamótinu í dag. Foreldri segir atvikið ekki einsdæmi hjá liðinu. Forsvarsmaður Breiðabliks harmar atvikið. 19.11.2023 18:14
Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. 18.11.2023 23:56
Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. 18.11.2023 21:47