Aðstæður svipi verulega til upphafs eldgossins í mars 2021 Átta sólarhringar eru síðan innskot ruddi sér leið inn í jarðskorpuna undir Grindavík. Öll gögn þykja benda til þess að kvika sé komin í efstu lög jarðskorpunnar, jafnvel í efstu 500 metrana. 18.11.2023 20:59
Ása Guðbjörg fær 140 milljónir fyrir þátttöku í heimildarmynd Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, og uppkomin börn þeirra hafa samþykkt að gerð verði heimildarmynd um þau meðan réttarhöld yfir Heuermann fara fram. 18.11.2023 20:32
Grindvíkingar ennþá samfélag þrátt fyrir að vera að heiman Fyrr í kvöld fóru fram körfuknattleikir kvenna- og karlaliða Grindavíkur gegn Þór á Akureyri og Hamri í Subway-deildinni í Smáranum í Kópavogi. Grindvískur þingmaður segir þann stuðning sem Grindvíkingar fá frá þjóðinni hvetja þá áfram. 18.11.2023 20:10
Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. 18.11.2023 18:41
Fjölmennt í samstöðugöngu með Palestínu: „Viðskiptabann strax“ Fjölmennur hópur gekk frá Utanríkisráðuneytinu niður á Austurvöll í samstöðu með Palestínu seinni partinn í dag. Félagið Ísland-Palestína, sem stendur fyrir fundinum, hefur staðið fyrir samstöðuviðburðum með Palestínu allar helgar frá upphafi stríðsins 7. október. 18.11.2023 17:34
Hvetur þá sem þegar hafa farið inn í Grindavík að hleypa öðrum að Rafmagn fór af hluta Grindavíkur seinni partinn í dag. Yfirlögreglustjóri Almannavarna segir viðgerðarfólk á vegum HS veitna muni fara inn í Grindavík á morgun ef hættumat leyfir. Þá biðlar hann til íbúa Grindavíkur sem þegar hafa fengið að fara heim að hleypa hinum á undan sér. 16.11.2023 00:05
Unnið dag og nótt að byggingu varnargarðanna Við Grindavíkurveg eru framkvæmdir í fullum gangi. Þar er unnið dag og nótt að því að reisa varnargarða sem eiga að vernda orkuverið í Svartsengi ef til eldgoss kemur. Varnargarðarnir eru þegar orðnir milli þrjú og fjögur hundruð metra langir. 15.11.2023 22:28
Hvetja til sniðgöngu Iceland Noir vegna heimsóknar Clinton Lestrarklefinn, vefsíða sem tileinkuð er bókaumfjöllun, bókmenntum og lestri, hvetur til sniðgöngu bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Ástæðan er sú að stjórnmálakonan Hillary Clinton, sem hefur tekið afstöðu gegn vopnahléi á Gasa, kemur fram á viðburði tengdum hátíðinni. 15.11.2023 22:13
Jimmy Kimmel kynnir enn og aftur Óskarinn Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Kimmel, sem stýrir spjallþáttunum Jimmy Kimmel Live, verður kynnir á Óskarsverðlaununum sem haldin verða í mars á næsta ári. 15.11.2023 21:15
Bílskúrsrækt og sólstofa í Skerjafjarðarhöll Rúmlega fjögur hundruð fermetra einbýlishús er til sölu við Skeljanes í Skerjafirði. Eigendur þess eru Guðfinnur Stefánsson aðstoðarmaður Héraðsdómara Vesturlands og Linda Kristjánsdóttir læknir. 15.11.2023 19:12