Þræleðlilegt að reka ríkissjóð í halla í heimi „Litla-Miðflokksins“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. september 2024 17:57 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir uppnefndi Sjálfstæðisflokksins „Litla-Miðflokkinn“ í færslu á Facebook í dag. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir furðulegt að hafa fylgst með flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fór fram um helgina. Hún gagnrýnir ábyrgðarleysi á sögulega lágu fylgi flokksins í því sem hún kallar „Litla-Miðflokknum“. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar býður félögum Sjálfstæðisflokksins „heim í Viðreisn“ í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram um helgina en í síðustu viku mældist Miðflokkurinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist tæp fjórtán prósent í þeirri könnun. „Það var eiginlega bara furðulegt að fylgjast með flokksráðsfundi Litla-Miðflokksins um helgina. Ekkert er þeim að kenna - en bara ofboðslega erfið staða,“ segir Þorbjörg í færslunni. Hún segir að í heimi „Litla-Miðflokksins“ séu einir hæstu vextir í Evrópu öllum öðrum en ríkisstjórninni að kenna. „Þar þykir þræleðlilegt að reka ríkissjóð með halla ár eftir ár og gera verðbólgu að fastagesti í lífi fólks og fyrirtækja meðan þau tala daginn langan um ábyrg ríkisfjármál. Stríðsvextir eru þeirra stöðugleiki,“ segir í færslu Þorbjargar. „Þar er líka trúverðugt að tala fyrir heilbrigðri samkeppni en sprengja upp matvöruverð með undanþágum frá samkeppnislögum.“ Hún segir að þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var endurkjörinn formaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafi hann boðið félaga Viðreisnar velkomna „aftur heim“ í Sjálfstæðisflokkinn. „Það voru orð sem fáir tengdu við og frá flokki sem verður furðulegri og furðulegri með tímanum,“ segir Þorbjörg. Sjálfstæðisflokkurinn segist standa vörð um almannahagsmuni og stöðugleika en geri það ekki þegar á hólminn er komið. „Það skýrir sennilega lægsta fylgi hans frá stofnun. Þetta er ekki flokkur fyrir frjálslynt fólk sem vill ábyrga efnahagsstjórn. Kannski mætti bara bjóða þeim sem enn eru eftir í Litla-Miðflokknum - og trúa á þessa stefnu - heim í Viðreisn,“ segir í færslu Þorbjargar. Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35 Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar býður félögum Sjálfstæðisflokksins „heim í Viðreisn“ í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram um helgina en í síðustu viku mældist Miðflokkurinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist tæp fjórtán prósent í þeirri könnun. „Það var eiginlega bara furðulegt að fylgjast með flokksráðsfundi Litla-Miðflokksins um helgina. Ekkert er þeim að kenna - en bara ofboðslega erfið staða,“ segir Þorbjörg í færslunni. Hún segir að í heimi „Litla-Miðflokksins“ séu einir hæstu vextir í Evrópu öllum öðrum en ríkisstjórninni að kenna. „Þar þykir þræleðlilegt að reka ríkissjóð með halla ár eftir ár og gera verðbólgu að fastagesti í lífi fólks og fyrirtækja meðan þau tala daginn langan um ábyrg ríkisfjármál. Stríðsvextir eru þeirra stöðugleiki,“ segir í færslu Þorbjargar. „Þar er líka trúverðugt að tala fyrir heilbrigðri samkeppni en sprengja upp matvöruverð með undanþágum frá samkeppnislögum.“ Hún segir að þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var endurkjörinn formaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafi hann boðið félaga Viðreisnar velkomna „aftur heim“ í Sjálfstæðisflokkinn. „Það voru orð sem fáir tengdu við og frá flokki sem verður furðulegri og furðulegri með tímanum,“ segir Þorbjörg. Sjálfstæðisflokkurinn segist standa vörð um almannahagsmuni og stöðugleika en geri það ekki þegar á hólminn er komið. „Það skýrir sennilega lægsta fylgi hans frá stofnun. Þetta er ekki flokkur fyrir frjálslynt fólk sem vill ábyrga efnahagsstjórn. Kannski mætti bara bjóða þeim sem enn eru eftir í Litla-Miðflokknum - og trúa á þessa stefnu - heim í Viðreisn,“ segir í færslu Þorbjargar.
Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35 Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35
Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21