Sakborningar í morðmáli forsetaframbjóðanda drepnir í fangelsi Mennirnir sex sem grunaðir eru um morðið á ekvadorska forsetaframbjóðandanum Fernando Villavicencio í ágúst eru nú sagðir hafa verið drepnir í fangelsi í Guayaquil í Ekvador, viku fyrir seinni umferð forsetakosninganna. 7.10.2023 10:13
Par og hundur urðu grábirni að bráð Grábjörn drap kanadískt par og hund þeirra þegar þau gengu um Banff-þjóðgarðinn í Klettafjöllum í Kanada á föstudagskvöld. 4.10.2023 23:13
Rússnesk kona hefur verið með nál í heilanum í áttatíu ár Læknar á Sakhalín-eyju í Rússlandi uppgötvuðu þriggja sentímetra nál í heila gamallar konu í gegnum tölvusneiðmynd á dögunum. Nálin er sögð hafa verið í heila konunnar í áttatíu ár. 4.10.2023 21:56
Tólfti bruninn á árinu þar sem rafhlaupahjól kemur við sögu Stórtjón varð á íbúð í Hafnarfirði þegar eldur kviknaði út frá rafhlaupahjóli í hleðslu í nótt. Sviðsstjóri forvarnarsviðs SHS segir bruna þar sem rafhlaupahjól koma við sögu vera að færast í aukana. 4.10.2023 21:50
Líst illa á að lífsbjargandi neyslurými verði í bifreið: „Fólk er að deyja“ Reykjavíkurborg skoðar að opna færanlegt neyslurými aftur á meðan leitað er að varanlegu rými. Rauði krossinn segir hugmyndina afleita. Að þjóðfélagshópurinn sem sæki sér þjónustuna eigi skilið betri húsakost en bíl. 4.10.2023 20:03
Fagnar gjaldinu en hefur áhyggjur af hnignandi rafbílaeftirspurn Framkvæmdastjóri FÍB, Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segist fagna áformum fjármálaráðherra um kílómetragjald rafmagns- og vetnisbíla en að þau hefðu mátt vera betur útfærð. Þá segist hann hafa áhyggjur af því að gjaldið gæti komið niður á áhuga landsmanna á rafmagnsbílum. 4.10.2023 18:37
Skjálfti að stærð 4,7 við Bárðarbungu Nokkuð stór skjálfti varð í dag við Bárðarbungu. Á vef Veðurstofu Íslands segir að hann hafi átt sér stað um það bil tíu mínútur yfir fjögur í dag. 4.10.2023 16:53
Utanríkisráðherra „gleymdi“ vegabréfinu og missti af sögulegum fundi Tobias Billström utanríkisráðherra Svíþjóðar sat ekki fund í Kænugarði sem hann hafði verið boðaður á og fór fram í dag. Hann sagði ástæðuna fyrir því vera að hann hefði gleymt vegabréfinu sínu. 3.10.2023 23:46
McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3.10.2023 22:32
Veiga stígur fram vegna orðróms um „karlmanninn í kvennaklefanum“ Trans konan Veiga Grétarsdóttir Sulebust hefur nú stigið fram og greint frá því að sögusagnir um karlmann sem á að hafa nýtt sér kvennaklefa Grafarvogslaugar séu uppspuni byggður á hatri. 3.10.2023 21:34