Minnst tuttugu látnir eftir rútuslys á Ítalíu Að minnsta kosti tuttugu hafa látist eftir að rúta fór út af vegi nærri Feneyjum og lenti á lestarteinum í kvöld. 3.10.2023 20:05
Bílabrunarnir á Akureyri: Karlmaður kærður fyrir hótanir í garð sakbornings Foreldrar sautján ára stráks sem grunaður er um eina af tveimur meintum íkveikjum á Akureyri um miðjan september hafa kært karlmann fyrir hótanir í garð stráksins í aðdraganda brunanna. Eigendur bíla sem urðu fyrri íkveikjunni að bráð hafa enn ekki verið boðaðir í skýrslutöku vegna málsins. 3.10.2023 19:05
Fjárlagafrumvarp samþykkt til bráðabirgða Hægt verður að koma í veg fyrir lokun opinberra stofnana í Bandaríkjunum eftir að fjárlagafrumvarp var samþykkt til bráðabirgða af fulltrúadeild Bandaríska þingsins í dag, nokkrum klukkustundum fyrir fyrirhugaða lokun ríkisstofnana. 1.10.2023 00:22
„Það er í lagi að vera forvitinn, en komiði samt kurteisislega fram“ David Telusnord, íbúi í Kópavogi, biðlar til fólks að koma fram af virðingu eftir að hafa lent í leiðinlegu atviki í sturtuklefanum í Breiðholtslaug í dag sem lyktaði af kynþáttafordómum. Eiginkona hans og barnsmóðir segir atvikið ekki eitthvað sem hún vilji bjóða börnum þeirra, sem einnig eru dökk á hörund, upp á. 30.9.2023 23:23
Aðstandendur Muggs andvígir nýrri og breyttri útgáfu af Dimmalimm Útgáfufyrirtækið Óðinsauga tilkynnti fyrir skömmu að barnabókin Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, verði gefin út í nýrri útgáfu í október. Aðstandendur Muggs segja ósiðlegt að útgáfan verði undir hans nafni því verkið sé ekki eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. 30.9.2023 22:37
Íslendingur lýsir ástandinu í New York sem súrrealísku Neyðarástandi var lýst yfir í New York-borg og víðar í gær vegna mestu rigninga á svæðinu í sjötíu ár. Íslendingur sem búsettur hefur verið í borginni í áratug segir ástandið súrrealískt. Götur breyttust í straumþungar ár og samgöngur lömuðust. 30.9.2023 20:52
Hvalveiðivertíð lokið og 24 hvalir veiddir Hvalveiðivertíð er nú lokið en 24 hvalir voru veiddir þá 24 daga sem hún stóð yfir. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 eru nú komin í land með þrjár langreyðar. 30.9.2023 19:01
Urmull af íslenskum myndum á hvíta tjaldinu um helgina Kvikmyndahátíðin RIFF stendur nú yfir og mun gera næstkomandi viku. Nú um helgina verða íslenskar kvikmyndir í hávegum hafðar og þónokkrar íslenskar myndir sem ekki hafa verið sýndar áður á Íslandi verða á hvíta tjaldinu um helgina. 30.9.2023 17:54
Verk RAX til sýnis á Victoria and Albert safninu Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, sýnir nú verk sín á ljósmyndasýningu á Victoria and Albert safninu í Lundúnum. Safnið er á listum yfir virtustu ljósmyndasöfn heims auk þess sem það er stærsta nytjalista- og hönnunarsafn heims. 29.9.2023 23:42
Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna skyndiflóða Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York borg vegna skyndiflóða sem hafa orðið í kjölfar mikilla rigninga í ríkinu. 29.9.2023 22:43