Hætta vegna snjósöfnunar undir háspennulínu RARIK varar við hættu vegna snjósöfnunar undir háspennulínu á svæðinu frá bænum Þverá til Hvammshlíðar á Skaga en mikill snjór er nú á Þverárfjalli. 5.3.2020 20:02
Fundi slitið hjá Eflingu og borginni en annar fundur í fyrramálið Fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara var slitið núna á sjöunda tímanum. 5.3.2020 18:46
Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5.3.2020 18:18
Fólk í sóttkví fær laun Samtök atvinnulífsins munu beina þeim tilmælum til atvinnurekenda að greiða laun til þeirra einstaklinga sem sæta sóttkví að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda. 5.3.2020 17:55
Komu tveimur skíðagöngumönnum til bjargar Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði var kölluð út fyrr í dag vegna tveggja skíðagöngumanna sem ætluðu sér að þvera hálendi Íslands frá norðri til suðurs. 5.3.2020 17:36
Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4.3.2020 23:30
Farþegar í flugi Icelandair frá Veróna fá hlífðargrímur og áhöfnin í hlífðarbúnaði Farþegar í flugi Icelandair frá Veróna á Ítalíu á laugardaginn munu fá hlífðargrímur til að nota í fluginu. Þá mun áhöfnin nota hlífðarbúnað um borð og fyrst og fremst sinna öryggisskyldum sínum. Þannig verður ekki boðið upp á aðra almenna þjónustu eða sölu á meðan á flugi stendur. 4.3.2020 22:15
„Við erum ekki að ráðleggja neinum að hætta við eitthvað“ Ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa tilkynnt um það í gær og í dag að þau hafi ákveðið að fresta fundum eða árshátíðum vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 4.3.2020 20:50
Konan fundin heil á húfi Konan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gærkvöldi er fundin heil á húfi. 4.3.2020 20:38
150 skjálftar við Reykjanestá Upp úr hádegi í dag jókst aftur virkni í jarðskjálftahrinu sem verið hefur í gangi nálægt Reykjanestá allt frá 15. febrúar. 4.3.2020 19:27