Lögregla svaraði ekki tölvupóstum réttargæslumanns vegna kærunnar Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. 30.1.2018 14:32
Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30.1.2018 12:15
Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30.1.2018 08:49
Rannsókn á stunguárás á Austurvelli að ljúka Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um manndráp sem rekja má til stunguárásar á Austurvelli þann 3. desember síðastliðinn er enn í gæsluvarðhaldi. 29.1.2018 13:51
Ekki leitað að Ríkharði í dag Ekki er fyrirhuguð skipulögð leit að Ríkharði Péturssyni í dag en Ölfusá verður áfram vöktuð. 29.1.2018 12:18
Tveir til viðbótar í gæsluvarðhald grunaðir um meiriháttar fíkniefnainnflutning Tveir menn til viðbótar voru í lok síðustu viku úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp fyrr í mánuðinum. 29.1.2018 11:47
Segir forseta ASÍ hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, svarar Gylfa Arnbjörnssyni. 29.1.2018 11:00
„Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri“ Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. 29.1.2018 10:45
Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. 29.1.2018 08:53
Hálkan heldur áfram að hrella landann Hálkan mun líklega halda áfram að hrella landann að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands í morgun. 29.1.2018 08:04