varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

For­eldrar eigi líka að leggja símann frá sér

Yfir eitt hundrað börn sem eru saman komin á barnaþingi munu grilla ráðherra ríkisstjórnarinnar í dag. Reglur um snjallsímanotkun eru þeim ofarlega í huga að sögn umboðsmanns barna sem telur mikilvægt að yngri kynslóðin komi enn frekar að ákvarðanatöku í samfélaginu.

Mið­flokkur skákar Sjálf­stæðis­flokknum: „Stór­merki­leg niður­staða“

Miðflokkurinn er stærri en Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn í nýrri könnun Maskínu. Flokkurinn mælist með um sautján prósenta fylgi sem hækkar um ríflega þrjú prósentustig á milli kannana. Miðflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Maskínu og hefur næstum því tvöfaldað fylgið sitt frá því í september. 

„Stór­merki­leg niður­staða“ í nýrri könnun

Veruleg tíðindi eru í nýrri könnun Maskínu á fylgi við stjórnmálaflokkana, sem birt verður í kvöldfréttum Sýnar. Talsverð hreyfing virðist vera á stuðningi við flokka og breytingar frá niðurstöðum síðustu kosninga sæta tíðindum. Rætt verður við Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði í kvöldfréttunum klukkan hálfsjö, sem segir helstu niðurstöðu könnunarinnar stórmerkilega.

Vill svara ESB með tollahækkun

Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum.

Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum

Móðir drengs sem svipti sig lífi eftir margra ára baráttu við fíknivanda segir meðferðarheimili Stuðla hafa gert illt verra og að sonur sinn hafi orðið fyrir ofbeldi innan heimilisins. Við ræðum við móðurina sem segir úrræða- og afskiptaleysi taka við eftir átján ára aldur.

„Aumingjalegt skref“ í rétta átt

Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, hefði viljað sjá að lágmarki fimmtíu punkta lækkun hjá peningastefnunefnd Seðlabankans. Honum finnst 25 punkta lækkun ekki nóg.

Evrópuólga, hand­tökur eftir TikTok-myndband og lög­regla skoðar bjórsölu

Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að veita Íslendingum og Norðmönnum ekki undanþágu frá verndaraðgerðum vegna innflutnings á kísiljárn hefur vakið upp hörð viðbrögð. Utanríkisráðherra segir þetta mikil vonbrigði og stjórnarandstaðan vill fresta innleiðingu EES-gerða. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við þingmenn í beinni.

Ó­venju mörg and­lát fíknisjúkra

Óvenju margir sem glímdu við fíknivanda hafa látist í mánuðinum og á einungis tíu daga tímabili létust fjórir karlmenn. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við stjórnarformann Samtaka aðstendenda og fíknisjúkra sem segir nóg komið.

Sjá meira