Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja í Kasmír í Pakistan í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. Við sjáum myndir frá svæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sérfræðingur í varnarmálum mætir í myndver til þess að fara yfir mögulega þróun. 7.5.2025 18:01
Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Íslenskum körfuboltamanni hafa borist líflátshótanir og börnum hans verið hótað af fólki sem hefur veðjað á leiki sem hann hefur spilað. Nú síðast í úrslitakeppninni bárust honum rætin skilaboð eftir að hafa klikkað á tveimur vítum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við körfuboltamanninn og við sýnum frá skilaboðum sem honum hafa borist. 6.5.2025 18:02
Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni. 6.5.2025 11:40
Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að við fyrstu sýn hafi mátt lýsa aðferðum við uppsögn hans sem fantabrögðum. Það hafi hins vegar verið lygasaga sem olli brottrekstrinum. Við ræðum málið við Kára Stefánsson í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5.5.2025 17:54
Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Umtalsvert hefur dregið úr hraða landriss undir Svartsengi eftir að það fór kröftuglega af stað í kjölfar síðasta eldgoss. Talið er að gosvirkni á svæðinu sé að taka breytingum og við förum yfir málið í beinni útsendingu með fagstjóra á Veðurstofu Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22.4.2025 18:01
Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Koma hefði mátt í veg fyrir manndráp hefði hið opinbera gert viðeigandi ráðstafanir í málum veikra einstaklinga að mati formanns Afstöðu. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að byggja sérstaka öryggisstofnun. Það þurfi að gerast hratt því hátt í tuttugu manns séu tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar. Við ræðum við formann Afstöðu og heilbrigðisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. 11.4.2025 18:01
Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Íslendingar munu líklega ekki eiga þann valkost að færa sig af áhrifasvæði Bandaríkjanna segir prófessor í stjórnmálafræði. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera nýtt áhættumat áður en stefna í öryggis- og varnarmálum sé mótuð. Varnarsamningur virðist veita Bandaríkjamönnum ansi frjálsar hendur hér á landi. 11.4.2025 12:51
Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Ógnarúlfur sem dó út fyrir um tíu þúsund árum er sagður risinn upp frá dauðum. Vísindamenn líftæknifyrirtækisins Colossal Biosciences frá Dallas segja þetta í fyrsta sinn sem útrýmingu tegundar er snúið við með góðum árangri. 10.4.2025 18:54
Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítilega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka. Við ræðum við lögreglu um hryðjuverkaógn á Íslandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. 10.4.2025 18:02
Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Þingmenn stjórnarandstöðunnar þjörmuðu að atvinnuvegaráðherra á Alþingi í morgun og sökuðu hana um óvandaða stjórnsýslu við breytingar á veiðigjöldum. Ráðherra hafnaði því og ítrekaði að málið yrði klárað á vorþingi. 10.4.2025 13:14