Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Fyrrverandi formaður Sameykis sem þáði sjötíu milljóna króna starfslokagreiðslu frá félaginu telur ekkert óeðlilegt við hana. Forseti ASÍ segir greiðsluna hins vegar seint falla undir heilbrigða skynsemi. Fjallað verður um umdeildar starfslokagreiðslu stéttafélagsins um í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27.3.2025 18:15
Vorboðar láta sjá sig Vorið er mætt í Húsdýragarðinn og fyrsti kiðlingur ársins leit þar dagsins ljós í morgun þegar huðnan Kolbrá bar myndarlegum hafri. 26.3.2025 19:38
Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist með tuttugu og fjögurra prósenta fylgi. 26.3.2025 18:40
Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins á ný samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í fyrsta sinn í rúm tvö ár mælist hann stærri en Samfylking. Við rýnum í glænýja könnun í kvöldfréttum Stöðvar 2. 26.3.2025 18:07
Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Dæmi eru um að sauðfé troðist undir og missi horn í réttum og fagráð um dýravelferð skoðar nú leiðir til að tryggja velferð dýranna. Yfirdýralæknir hjá MAST segir fjölda aðkomufólks í réttum stundum umfram fjölda fjár. 26.3.2025 12:15
Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi er sár og reið út í dómskerfið. Eftir mikið álag sem fylgdi kæruferlinu hafi niðurstaðan verið eins og blaut tuska. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 birtum við myndefni úr öryggismyndavél sem fangaði ofbeldið. Konan vill stíga fram og sýna umheiminum hvernig heimilisofbeldi getur litið út. 25.3.2025 18:05
Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, er komin í leyfi frá þingstörfum um óákveðinn tíma. Fátt annað komast að í upphafi þingfundar en mál hennar og forsætisráðherra margítrekaði hversu viðkvæmt það væri. Við heyrum frá umræðum og verðum í beinni með þingmönnum í kvöldfréttum Stöðvar 2. 24.3.2025 18:14
Hratt vaxandi skjálftavirkni Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hratt vaxandi að sögn fagstjóra hjá Veðurstofunni og kvikumagnið undir Svartsengi er komið yfir öll fyrri mörk. Hann segir almannavarnayfirvöld þurfa að gera ráðstafnir áður en gosvirkni færist á milli kerfa á Reykjanesskaganum. 24.3.2025 12:52
Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og biðlista. Hún skilur þó vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna hræðilegrar stöðu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 16.3.2025 18:02
Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Manni, sem hafði mælt sér mót við annan til að kaupa af honum rafhlaupahjól, var ógnað með hníf og hann rændur í gærkvöldi. Lögregla hefur málið til rannsóknar. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 16.3.2025 11:48