varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ræðukóngurinn talaði í rúman sólar­hring

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins raða sér í flest efstu sætin á lista yfir þá sem töluðu mest á liðnum þingvetri. Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring og segir titilinn leggjast ágætlega í sig

Sögu­legt þing, geðrof eftir með­ferð og bongóblíða

Mikill hasar var á síðasta þingfundi vetrarins og ásakanir um þöggunartilburði og trúnaðarbrest voru bornar fram. Við heyrum í þingmönnum í kvöldfréttum Sýnar og gerum upp sögulegan þingvetur með Ólafi Þ. Harðarsyni, stjórnmálafræðingi, í beinni.

Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkis­stjórninni að falli

Alþingi lýkur störfum í dag með fjórum þingfundum og sögulegar umræður um veiðigjöld verða að óbreyttu leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu. Formenn stjórnarandstöðuflokka saka ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spá því að málið verði henni að lokum að falli. Forseti Alþingis vonar að þingheimur nái að starfa betur saman næsta vetur.

Lokametrar, bútasaumur og Starbucks

Viðræður formanna þingflokka um afgreiðslu mála fyrir þinglok virðast á lokametrunum. Atvinnuveganefnd var kölluð saman síðdegis til að fara yfir spurningar sem hafa komið upp um veiðigjöld. Við verðum í beinni frá Alþingi í kvöldfréttum á Sýn og förum yfir nýjustu tíðindi.

Þing­menn upplitsdjarfir

Bjartari tónn er í formönnum þingflokka sem binda vonir við að komast fljótlega að samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið en þingflokksformaður Viðreisnar segir þeirri umræðu þurfa að ljúka með atkvæðagreiðslu.

Málþóf, hætta í um­ferðinni og um­deildur fáni

Þrátt fyrir áframhaldandi ræðuhöld á Alþingi virðast viðræður meiri- og minnihlutans um þinglok mjakast áfram. Við ræðum við fyrrverandi hæstaréttardómara um hnútinn á þingi og förum yfir stöðu mála í beinni í kvöldfréttum á Sýn.

Óvenjulegt mál­þóf og lítill pólitískur á­vinningur

Ekkert bendir til lausnar á deilunni sem knýr áfram það „myljandi málþóf“ sem á sér stað á Alþingi, segir prófessor í stjórnmálafræði. Þófið teljist afar óvenjulegt að því leyti að stjórnarandstaðan virðist lítið græða á því pólitískt séð.

Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða

Dökk mynd er dregin upp af stöðunni á Landspítalanum í nýrri skýrslu. Viðvarandi mönnunarvandi og lausatök í rekstri eru einkennandi. Mörg hundruð sjúkraliða vantar til starfa og formaður stéttarfélags þeirra er hræddur um að allt fari hreinlega í skrúfuna verði ekki brugðist við. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“

Þingmenn vörpuðu fram ásökunum um gaslýsingu og fullyrtu að viðræður um þinglok hefðu aldrei gengið eins illa og núna. Tillögu stjórnarandstöðunnar um breytingar á dagskrá Alþingis var hafnað í morgun og umræður um veiðigjöld halda áfram

Sjá meira