Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Athafnakonan og ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar, Aron Karlsson athafnamaður, hafa sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu. Húsið var byggt árið 1914 og hefur verið endurhannað að miklu leyti að innan, með tilliti til fagurfræðilegra atriða og nútímaþæginda. Ásett verð er 219 milljónir króna. 24.11.2025 15:45
Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Handboltasérfræðingurinn og endurskoðandinn Theodór Ingi Pálmason, betur þekktur sem Teddi Ponza, og unnusta hans, Anna Guðný Sigurðardóttir, viðskiptastjóri hjá Sýn, eignuðust stúlku þann 20. nóvember síðastliðinn. Stúlkan ákvað að flýta sér í heiminn og fæddist á bílastæðinu fyrir utan heimili þeirra í Kópavogi. Frá þessu greinir Theodór í færslu á samfélagsmiðlum. 24.11.2025 13:02
Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Útvarpskonan Kristín Ruth Jónsdóttir og Arnar Snær Pétursson, vöruhússtjóri flugfrakta hjá Icelandair, eru sjóðheitt par og hefur ástin blómstrað á milli þeirra síðastliðna mánuði. 24.11.2025 10:56
Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Það var líf og fjör hjá stjörnum landsins í liðinni viku og jólaandinn virðist vera farinn að svífa yfir vötnum. Konungleg heimsókn forsetans til London, skvísuferð til Parísar og jólastemning einkenndi liðna viku sem var bæði hátíðleg og viðburðarík. 24.11.2025 09:49
Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Listaparið Leifur Ýmir Eyjólfsson og Katrína Mogensen hafa sett 170 fermetra einbýlishús við Hafnagötu í Höfnum á sölu. Húsið var byggt árið 1929 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar arkitekts en hefur verið mikið endurnýjað á liðnum árum. Ásett verð er 69,9 milljónir. 21.11.2025 15:24
Betri en hefðbundnar sörur Jólaandinn færist smám saman yfir landsmenn, fagurskreytt hús lýsa upp göturnar og jólalög óma víða. Margir eru þegar byrjaðir að baka smákökur fyrir hátíðirnar og matgæðingurinn Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir, sem heldur úti uppskriftasíðunni Döðlur og smjör, er þar á meðal. 21.11.2025 12:58
Allt um brjóstastækkun Simone Biles Bandaríska fimleikakonan Simone Biles er óhrædd við að hleypa fylgjendum sínum inn í líf sitt. Í nýlegu TikTok-myndbandi deildi hún ítarlegum upplýsingum um brjóstastækkunina sem hún gekkst undir í júní á þessu ári eftir fyrirspurnir frá fylgjendum. 21.11.2025 11:01
Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Guðmundur Birki Pálmason, kírópraktor og eigandi umboðsskrifstofunnar Atelier Agency, fór ásamt unnustu sinni, Línu Birgittu Sigurðardóttur, og áhrifavöldum Atelier í árshátíðarferð til Akureyrar um síðustu helgi. 21.11.2025 09:19
Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Ari Edwald, lögfræðingur og fyrrverandi forstjóri Mjólkursamsölunnar, hefur fest kaup á íbúð í fjölbýlishúsi í Þorraholti í Garðabæ. Sonur hans, lögfræðingurinn Páll Edwald, keypti íbúð í sama húsi ásamt kærustu sinni, Selmu Eir Hilmarsdóttur læknanema. Stigagangarnir eru hlið við hlið en húsið er fyrsta fjölbýlishúsið sem er fullbúið í nýju hverfi Hnoðraholts. 20.11.2025 16:02
Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og söngkonan Sandrayati eignuðust dreng þann 29. september síðastliðinn. Hjónin greindu frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum í gær. 20.11.2025 14:01