Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Er hægt að komast yfir fram­hjá­hald?

Framhjáhald er oft afleiðing vanlíðunar og skorts á nánd, segir Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi. Hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði að flestir sem halda framhjá sjái eftir því og vilji laga sambandið sitt.

Svona færðu full­nægingu án handa

Aðgengi að kynlífstækjum og framboð þeirra hefur sjaldan verið jafn fjölbreytt og nú. Þetta getur þótt yfirþyrmandi og fólk á stundum erfitt með að velja hvaða tæki sé þess virði að fjárfesta í fyrir hina fullkomnu unaðsstund. Konur, eða fólk með leggöng, þurfa ekki að örvænta. Þið hafið þegar hið fullkomna kynlífstæki, lærin ykkar.

Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð

Huggulegasta hommapar landsins, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og áhrifvaldur, og unnusti hans, Pétur Björgvin Sveinsson, markaðssérfræðingur, hafa fest kaup á fallegri hæð í Suðurhlíðum Kópavogs. 

Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins

Danska sjarmatröllið og raunveruleikastjarnan Frederik Haun deildi einfaldri uppskrift að grískum jógúrt- og matchabitum með hindberjum með fylgjendum sínum á Instagram. Hann segir bitana bæði holla og bragðgóða og tilvalda til að njóta í sólinni.

Skein jafn skært og demantshringurinn í Fen­eyjum

Hin stórglæsilega fyrirsæta og unnusta knattspyrnumannsins Cristano Ronaldo, Georgina Rodríguez, skein skært á rauða dreglinum á alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðinni í Fen­eyj­um á sunnudag. Athyglin beindist þó helst að trúlofunarhring hennar, sem er sagður vera 35 karöt, þegar hún stillti sér upp fyrir ljósmyndara og brosti blíðlega.

„Guð og karl­menn elska mig“

Hinn 23 ára, Aaron Angelo Labajo Soriano er uppalinn í Filipseyjum en hefur búið hérlendis síðastliðin fjögur ár. Hann starfar á veitingastaðnum Moss í Bláa Lóninu og lýsir sjálfum sér sem sjálfsöruggum, áreiðanlegum fullkomnunarsinna sem þykir fátt skemmtilegra en að njóta lífsins í góðum félagsskap, versla og ferðast til framandi staða.

Dúndurgóður hverdsdagsréttur

Ný vika kallar á ferskar hugmyndir að hversdagslegum réttum fyrir alla fjölskylduna. Hér er á ferðinni orzo-kjúklingaréttur með aspas, parmesan og sítrónu, úr smiðju matgæðingsins Berglindar Hreiðarsdóttur hjá Gotterí og Gersemar. Hún segir réttinn vera bæði ljúffengan og skemmtilega tilbreytingu frá hefðbundnum hrísgrjónum eða öðru pasta.

Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn

Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen og kærasti hennar Jens Hilmar Wessman hafa gefið dóttur sinni nafn. Stúlkan heitir Valdís Ýr. Þetta tilkynna þau í einlægri færslu á Instagram.

Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis

Hjónin Frosti Logason fjölmiðlamaður og Helga Gabríela Sigurðardóttir, kokkur og áhrifavaldur, hafa fest kaup á 179 fermetra íbúð ásamt bílskúr við Hvassaleiti í Reykjavík. Kaupverðið nam 96 milljónum króna.

Sjá meira