Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lauf­ey Lín skartaði ís­lenska fánanum á Coachella

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram á hinni vinsælu tónlistarhátíð Coachella í Kaliforníu síðustu tvær helgar. Hún deildi myndasyrpu frá hátíðinni á Instagram þar sem má sjá hana meðal annars klædda í hvítan hlýrabol með íslenska fánanum frá íslenska fatamerkinu Takk Takk.

Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson og kærastan hans, Sylvía Rós flugfreyja hjá Play, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Viðar á einn dreng úr fyrra sambandi.

„Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnu­mót“

Móeiður Sif Skúladóttir, betur þekkt sem Móa, er 37 ára Keflavíkurmær sem starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Móa vakti athygli þegar hún keppti fyrir hönd Keflavíkur í Ungfrú Ísland í byrjun apríl og sló þar sögulegt met sem elsti keppandi keppninnar frá upphafi. 

Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveins­sonar

Á eftirsóttum stað við Laugalæk í Reykjavík stendur einstaklega fallegt og vel skipulagt raðhús, teiknað af Kjartani Sveinssyni. Húsið var byggt árið 1973 og hefur verið vel við haldið í gegnum árin. Ásett verð er 185 milljónir.

Stjörnulífið: Frum­sýnir kærastann á Tenerife

Páskarnir eru nú að baki og voru fylltir súkkulaðiáti, sólarsælu og öðrum notalegheitum. Stjörnur landsins nutu hátíðarinnar til hins ýtrasta eins og þeim einum er lagið, hvort sem það var í fríi erlendis, á skíðum fyrir norðan eða í veðurblíðunni í borginni.

„Leyfi lífinu bara að leiða mig“

Björn Boði Björnsson, háskólanemi, fyrirsæta og fyrrum stöðvarstjóri hjá World Class, lýsir sjálfum sér sem jákvæðum, brosmildum og forvitnum. Hann segist njóta þess að vera einhleypur og segir umhverfið í kringum sig veita sér mestan innblástur í lífinu – hvort sem það er mannlífið, tíska eða tónlist.

„Stal tann­burstanum hans snemma í sam­bandinu“

„Það er þessi orka og samhugur sem heldur okkur gangandi. Það eru ótrúleg forréttindi að hafa fundið einhvern sem er bæði ástin og sálufélagi minn,“ segir ferðaljósmyndarinn Ása Steinars um samband sitt og eiginmanns síns, Leo Sebastian Alsved. Saman eiga þau einn dreng og eiga von á öðrum.

100 á­hrifa­mestu ein­staklingar í heimi

Bandaríska tímaritið Time Magazine hefur birt árlegan lista yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims árið 2025. Þetta er í 22. sinn sem listinn er gefinn út, en hann var fyrst birtur árið 1999. 

Breytt út­lit Daða Freys vekur at­hygli

Tónlistarmaðurinn og Eurovision-farinn Daði Freyr Pétursson gerði drastískar breytingar á útliti sínu og klippti af sér hárið, en síða hárið hefur lengi verið eitt af helstu einkennum hans undanfarin ár. 

Sjá meira