„Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Leikstjórinn Hannes Þór Halldórsson segir svo gott sem alla sem komu að sjónvarpsþáttunum Iceguys í upphafi hafa haft miklar efasemdir um verkefnið. Hann hafi sjálfur verið efins, handritshöfundurinn Sóli Hólm haft sínar efasemdir og forráðamenn Símans sömuleiðis. Hannes þurfti auk þess að heyra sjálfur í Rúriki Gíslasyni og sannfæra hann um verkefnið. 8.12.2024 15:51
Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona og skemmtikraftur, er mikið jólabarn og segist elska allt sem viðkemur jólunum. Hún ólst upp við að skreyta jólatréð á Þorláksmessu en var fljót að breyta þeirri hefð þegar hún fór sjálf að búa og skreytir allt hátt og lágt fyrstu vikuna í desember. Birna Rún er viðmælandi í Jólamola dagsins. 8.12.2024 07:01
Ólafur og Guðrún flytja inn saman Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, og kærastan hans Guðrún Ragna Hreinsdóttir, gæðastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, hafa fest kaup á fallegu raðhúsi í Ártúnsholti í Reykjavík. Parið opinberaði samband sitt í lok árs í fyrra. 6.12.2024 16:32
Arnar Grant flytur í Vogahverfið Einkaþjálfarinn Arnar Grant hefur fest kaup á íbúð við Drómundarvog í Reykjavík. Íbúðina keypti hann af Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekanda. 6.12.2024 15:27
Myndband: Sungu snjókorn falla á íslensku táknmáli Krakkarnir í Táknmálseyju í Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra tóku sig til í vikunni og sungu eitt þekktasta jólalag Íslands, Snjókorn falla á íslensku táknmáli. Myndband af krökkunum hefur vakið mikla athygli en krakkarnir senda landsmönnum hlýjar jólakveðjur. 6.12.2024 13:54
Silkimjúkur kaffibrúnn er litur ársins 2025 Litafyrirtækið Pantone hefur tilkynnt um lit ársins 2025. Að þessu sinni varð PANTONE 17-1230 Mocha Mousse fyrir valinu. Líkt og nafnið gefur til kynna er liturinn kaffibrúnn, silkimjúkur og hlýr litatónn. 6.12.2024 11:00
Jóladrottningin stal senunni Húsfyllir og rífandi stemning var í frumsýningarteiti hljómsveitarinnar Húbba Búbba sem fór fram í Kolaportinu á dögunum. Þar frumsýndu þeir tónlistarmyndband við lagið JólaHúbbaBúbba, þar sem hin margrómaða jóladrottning, Svala Björgvins, stal senunni frá strákunum, eins og henni einni er lagið. 6.12.2024 09:03
Arnór hættur með Sögu Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn í Englandi og íslenska landsliðsins, er einhleypur. Nýlega slitnaði upp úr sambandi hans og sænsku kærustunnar Sögu Palffy. 5.12.2024 15:42
Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Ragnhildur Sveinsdóttir, betur þekkt sem Ragga Sveins, hefur sett glæsihús sitt á Arnarnesi á sölu. Um er að ræða tæplega 500 fermetra einbýlishús á tveimur með stórbrotnu útsýni. Ásett verð er 590 milljónir. 5.12.2024 12:00
Húðrútína Önnu Guðnýjar Anna Guðný Ingvarsdóttir er 25 ára flugfreyja hjá Icelandair og áhrifavaldur. Hún segist hafa mikinn áhuga á förðun og húðumhirðu og reynir að hafa daglega húðrútínu einfalda. Fyrir aukinn ljóma á köldum dögum gætir hún að því að velja vörur með meiri raka. 5.12.2024 07:03