Tíu töff pelsar fyrir veturinn Pelsar eru sígild vetrarflík og eru sérstaklega áberandi í tískunni nú um stundir. Þeir passa vel við flest og má auðveldlega klæða þá upp eða niður eftir tilefni. Í verslunum landsins má nú finna fjölbreytt úrval af pelsum í hinum ýmsu sniðum og litum, en dýramynstur og súkkulaðibrúnir tónar hafa verið sérstaklega vinsælir í vetur. 13.11.2025 15:39
Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, útbjó nýverið ljúffengt fiski-takkó. Hún segir réttinn hafa fallið vel í kramið hjá öllum fjölskyldumeðlimum. 13.11.2025 13:04
„Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Þrátt fyrir fjarlægðina lét tónlistarkonan Elín Ey ekki standa í vegi fyrir því að gleðja unnustu sína, listakonuna Írisi Tönju Flygenring, sem fagnaði 36 ára afmæli í gær. Í tilefni dagsins deildi Elín hjartnæmu myndskeiði á Instagram þar sem hún flytur lagið Tiny Dancer eftir Elton John. 13.11.2025 10:30
Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Það elska allir fljótlegar og bragðgóðar uppskriftir. Hér er ein úr smiðju Lindu Benediktsdóttur matgæðings: safaríkar kjúklingabringur með bragðmikilli rjómasósu á einni pönnu. Hún segir að rétturinn slái alltaf í gegn hjá öllum fjölskyldumeðlimum. 12.11.2025 17:02
Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Á fjórðu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi við Álfheima í Reykjavík er að finna bjarta og vel skipulagða fjögurra herbergja íbúð. Eignin hefur verið endurnýjuð og hönnuð á smekklegan máta. Húsið var byggt árið 1960 og teiknað af Sigvalda Thordarson arkitekt. Ómar Sigurbergsson innannhússarkitekt sá um endurhönnunina. 12.11.2025 16:01
Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Dansverkið Flóðreka var frumsýnt síðastliðinn laugardag á nýja sviði Borgarleikhússins. Glæsilegustu listdansarar þjóðarinnar létu sig ekki vanta og fylgdust með sýningunni af aðdáun. 12.11.2025 13:29
Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner slær á sögusagnir um að hún og leikarinn Timothée Chalamet hafi hætt saman. Orðrómarnir spruttu upp eftir að Chalamet mætti ekki í sjötugsafmæli móður Jenner, Kris Jenner, um helgina. 12.11.2025 09:27
Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Það er allt á fullu í Smáralind þessa dagana þar sem unnið er að nýju og glæsilegu veitingasvæði með þrettán veitingastöðum. Svæðið opnar í lok nóvember og rís þar sem Vetrargarðurinn var áður. 11.11.2025 16:48
Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur fundið ástina í örmum Ísaks Arnar Valdimarssonar. Þau hafa verið að hittast undanfarna mánuði og virðist ástin blómstra á milli þeirra. 11.11.2025 14:48
Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Jógakennararnir og vinkonurnar Kristjana Steingrímsdóttir, jafnan þekkt sem Jana Steingríms heilsukokkur, og Lilja Ketilsdóttir stóðu nýverið fyrir bleikum góðgerðarviðburði á Sjálandi í Garðabæ. Fjöldi kvenna naut kvöldsins saman og styrkti í leiðinni gott málefni, en allur ágóði viðburðarins rann óskiptur til Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar. 11.11.2025 14:02