Bandaríkin – Baráttan um Demókrataflokkinn Kosningabaráttan fyrir prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningar næsta árs er í fullum gangi. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er enn á toppnum en öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, og borgarstjórinn Pete Buttigieg, fylgja fast á hæla Bidens. 10.12.2019 09:00
Formaður VR segir spennuþrungið andrúmsloft í Frakklandi Verkfallsaðgerðir vegna áforma frönsku ríkisstjórnarinnar um breytingar á eftirlaunakerfi landsins héldu áfram í dag. Formaður VR er staddur í París og segir mikla spennu í loftinu. 6.12.2019 19:00
Eldur og táragas í Frakklandi Milljónir lögðu niður störf í Frakklandi í dag. Verkfallið lamaði almenningssamgöngur og skólastarf. Ekki er útlit fyrir að öldurnar lægi næstu daga. 5.12.2019 19:00
Katrín lagði áherslu á afvopnunar- og loftslagsmál á NATO-fundinum Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins funduðu í Lundúnum í dag. Forsætisráðherra segir að krafa Bandaríkjanna um aukin fjárframlög aðildarríkja hafi verið rædd, en sömuleiðis það sjónarmið að aukin dreifing fjárframlaga og stefnumótunar þurfi að haldast í hendur. 4.12.2019 18:45
Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4.12.2019 17:41
Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3.12.2019 19:00
Guterres ósáttur við aðgerðaleysi sumra ríkja Fulltrúar nærri 200 ríkja eru mættir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Madríd í dag. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði viðbrögðin við loftslagsvánni hafa valdið sér vonbrigðum. 2.12.2019 19:00
Nánara samstarf Rússa og Kínverja Ný og risavaxin leiðsla sem flytur jarðgas frá Rússlandi til Kína var tekin í notkun í dag. 2.12.2019 18:45
Útlit fyrir stórsigur SWAPO í Namibíu Talning atkvæða gengur hægt í Namibíu þar sem landsmenn kusu sér nýtt þing og forseta á miðvikudaginn. 29.11.2019 22:15
Forsætisráðherra Íraks tilkynnir um afsögn sína Hundruð mótmælenda hafa fallið frá því í byrjun október. 29.11.2019 22:15