Eldur og táragas í Frakklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. desember 2019 19:00 Milljónir lögðu niður störf í Frakklandi í dag. Verkfallið lamaði almenningssamgöngur og skólastarf. Ekki er útlit fyrir að öldurnar lægi næstu daga. Talið er að milljónir hafi tekið þátt í allsherjarverkfalli dagsins og mátti greina töluverða reiði á meðal mótmælenda. Þessa reiði mátti vel greina í höfuðborginni þar sem mótmælendur kveiktu bál og tókust á við lögregluþjóna, sem svöruðu með táragasi. Verkfallið olli mikilli röskun á daglegu lífi, bæði á almenningssamgöngum og skólastarfi. Þá var Eiffelturninum í París lokað, svo fátt eitt sé nefnt. Mikill stuðningur er við aðgerðirnar, 69 prósent samkvæmt könnunum. Óánægjan beinist gegn ríkisstjórninni vegna áforma hennar um að einfalda eftirlaunakerfi landsins. Í dag er fjöldi mismunandi kerfa í gildi víðs vegar um landið. Frakklandsstjórn vill einfalda þetta og miða eftirlaunagreiðslur við fjölda unninna daga. Þá fengi fólk sömuleiðis lægri greiðslur ef það fer á eftirlaun fyrir 64 ára aldur. Ekki er búist við því að þetta verði eini verkfallsdagurinn enda hafa verkalýðsleiðtogar heitið áframhaldandi aðgerðum þar til ríkisstjórnin hættir við áformin. Búist er við því að starfsmenn almenningssamgangna verði í verkfalli fram á mánudag. Frakkland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Milljónir lögðu niður störf í Frakklandi í dag. Verkfallið lamaði almenningssamgöngur og skólastarf. Ekki er útlit fyrir að öldurnar lægi næstu daga. Talið er að milljónir hafi tekið þátt í allsherjarverkfalli dagsins og mátti greina töluverða reiði á meðal mótmælenda. Þessa reiði mátti vel greina í höfuðborginni þar sem mótmælendur kveiktu bál og tókust á við lögregluþjóna, sem svöruðu með táragasi. Verkfallið olli mikilli röskun á daglegu lífi, bæði á almenningssamgöngum og skólastarfi. Þá var Eiffelturninum í París lokað, svo fátt eitt sé nefnt. Mikill stuðningur er við aðgerðirnar, 69 prósent samkvæmt könnunum. Óánægjan beinist gegn ríkisstjórninni vegna áforma hennar um að einfalda eftirlaunakerfi landsins. Í dag er fjöldi mismunandi kerfa í gildi víðs vegar um landið. Frakklandsstjórn vill einfalda þetta og miða eftirlaunagreiðslur við fjölda unninna daga. Þá fengi fólk sömuleiðis lægri greiðslur ef það fer á eftirlaun fyrir 64 ára aldur. Ekki er búist við því að þetta verði eini verkfallsdagurinn enda hafa verkalýðsleiðtogar heitið áframhaldandi aðgerðum þar til ríkisstjórnin hættir við áformin. Búist er við því að starfsmenn almenningssamgangna verði í verkfalli fram á mánudag.
Frakkland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira