Blæs lífi í Brexit Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra Breta sem leiðir samninganefnd Bretlands í viðræðunum um útgöngu úr ESB, sagðist í Brussel í gær vilja kynda upp í viðræðunum. 20.7.2018 06:00
Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19.7.2018 08:15
Friðardúfan flaug til Erítreu Fyrsta farþegaflug á milli Eþíópíu og Erítreu í tuttugu ár var farið í gær. 19.7.2018 06:00
Fleiri smitast af HIV-veirunni Einstaklingum sýktum af HIV fjölgar ár frá ári í um fimmtíu ríkjum. 19.7.2018 06:00
Sló út í réttinum Rafmagnslaust varð í dómsal í Milimani-dómstólnum í Naíróbí, höfuðborg Kenía, á meðan réttað var yfir fjórtán núverandi og fyrrverandi yfirmönnum ríkisrekna orkufyrirtækisins Kenya Power. 19.7.2018 04:59
Æfur yfir leti samlanda sinna Rodong Sinmun, ríkisdagblað Norður-Kóreu, birti í gær sex fréttir um heimsóknir Kim Jung-un í fyrirtæki þar í landi. 18.7.2018 06:00
Obama skaut fast á Trump í ræðu í afmælisveislu Nelsons Mandela Ræða Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á hundrað ára afmælishátíð Nelsons Mandela í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vakti mikla lukku viðstaddra í gær. 18.7.2018 06:00
Segir bölvun hvíla á nafni Simbabve Nelson Chamisa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, lofaði því í gær að ef hann kæmist til valda myndi hann breyta nafni ríkisins 17.7.2018 06:00
Trump leggi niður vopnin Wang Shouwen, undirráðherra viðskipta í Kína, hvatti Bandaríkjastjórn í gær til að „leggja niður vopnin“, það er að segja að afnema nýja tolla á kínverskar vörur svo hægt sé að ganga til viðræðna um viðskipti landanna. 13.7.2018 06:00