Þórgnýr Einar Albertsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Mögulega með heilaskaða

Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum.

Lausnargjaldsgreiðslur til Boko Haram stuðli að frekari ránum

Ráðherrar segja ekkert lausnargjald greitt fyrir þær 104 stúlkur sem Boko Haram slepptu úr haldi á miðvikudag. Fjölmiðillinn sem greindi fyrst frá málinu segir ráðherrana ljúga. Tíðar lausnargjaldsgreiðslur Buhari-stjórnarinnar áhyggjuefni. Stjórnarandstaðan segir stjórnina hafa sviðsett allt málið til að græða atkvæði.

Stúlkurnar frá Dapchi lausar

Hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu í gær 105 stúlkum sem rænt var úr skóla í bænum Dapchi á dögunum.

Hyundai vill fara varlega

Talsmenn suðurkóreska bílarisans Hyundai sögðu í gær að fyrirtækið ætlaði að gæta fyllstu varúðar við framleiðslu sjálfkeyrandi bíla eftir að sjálfkeyrandi bíll leigubílaþjónustunnar Uber keyrði á konu í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að hún lést.

Tyrkir segja SÞ hljóma eins og hryðjuverkamenn

Utanríkisráðuneyti Tyrklands sagði í yfirlýsingu í gær að skýrsla Sameinuðu þjóðanna um langvarandi neyðarástand þar í landi hljómaði eins og málflutningur hryðjuverkasamtaka.

Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota

Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka.

Ríkissaksóknari tætir teflonið utan af Zuma

Fyrrverandi forseti Suður-Afríku dreginn fyrir dóm. Ákærður fyrir fjárdrátt, spillingu, fjársvik og peningaþvætti. Zuma neitar þó sök og mun væntanlega verjast með kjafti og klóm þótt hann geti ekki lengur treyst á stuðning ríkisins.

Sjá meira