Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Donald Trump forseti er æfur út í Kínverja. VÍSIR/GETTY Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. Þá munu Bandaríkjamenn takmarka möguleika Kínverja til að fjárfesta í bandarískum fyrirtækjum. Þetta tilkynnti Donald Trump forseti í gær. Í tilkynningu frá forsetaembættinu sagði að þetta væru mótvægisaðgerðir vegna þess að Kínverjar hefðu stolið bandarískum hugverkum í áraraðir. Nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða þar sem ekki hafi tekist að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Enn fremur sagði í tilkynningunni að rannsókn á kínverskum viðskiptaháttum hafi leitt í ljós að þeir væru hreinlega ósanngjarnir. Kínverjar takmörkuðu eignarhald útlendinga á kínverskum fyrirtækjum, þeir væru ósanngjarnir í garð bandarískra fyrirtækja og kínverska ríkið styddi og stæði að tölvuárásum. Rúmlega 1.000 vörur eru á lista forsetaembættisins yfir það sem til stendur að leggja toll á. Mun fyrirtækjum gefast kostur á að senda inn umsagnir áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Gærdagurinn snerist hins vegar um fleira en bara Kína hjá Trump forseta. John Dowd, forsprakki lögfræðiteymis forsetans varðandi rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og meintum tengslum Rússa við framboð Trumps, sagði upp. Bandarískir miðlar greindu frá því að Dowd hafi verið kominn á þá skoðun að Trump hundsaði flestar ráðleggingar hans. Þá var því einnig haldið fram að Trump hefði einfaldlega misst trúna á Dowd og hafi beðið hann um að segja upp. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Markaðir óttast viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna vegna refsitolla Trump Allar helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu í dag vegna ótta við áhrif refsitolla Bandaríkjanna á Kína. 22. mars 2018 20:37 Kynnir í dag umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Kínverjum Bandarísk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Beijing hvetji landa sína og kínversk fyrirtæki til að stunda iðnaðarnjósnir í Bandaríkjunum. 22. mars 2018 08:22 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. Þá munu Bandaríkjamenn takmarka möguleika Kínverja til að fjárfesta í bandarískum fyrirtækjum. Þetta tilkynnti Donald Trump forseti í gær. Í tilkynningu frá forsetaembættinu sagði að þetta væru mótvægisaðgerðir vegna þess að Kínverjar hefðu stolið bandarískum hugverkum í áraraðir. Nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða þar sem ekki hafi tekist að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Enn fremur sagði í tilkynningunni að rannsókn á kínverskum viðskiptaháttum hafi leitt í ljós að þeir væru hreinlega ósanngjarnir. Kínverjar takmörkuðu eignarhald útlendinga á kínverskum fyrirtækjum, þeir væru ósanngjarnir í garð bandarískra fyrirtækja og kínverska ríkið styddi og stæði að tölvuárásum. Rúmlega 1.000 vörur eru á lista forsetaembættisins yfir það sem til stendur að leggja toll á. Mun fyrirtækjum gefast kostur á að senda inn umsagnir áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Gærdagurinn snerist hins vegar um fleira en bara Kína hjá Trump forseta. John Dowd, forsprakki lögfræðiteymis forsetans varðandi rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og meintum tengslum Rússa við framboð Trumps, sagði upp. Bandarískir miðlar greindu frá því að Dowd hafi verið kominn á þá skoðun að Trump hundsaði flestar ráðleggingar hans. Þá var því einnig haldið fram að Trump hefði einfaldlega misst trúna á Dowd og hafi beðið hann um að segja upp.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Markaðir óttast viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna vegna refsitolla Trump Allar helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu í dag vegna ótta við áhrif refsitolla Bandaríkjanna á Kína. 22. mars 2018 20:37 Kynnir í dag umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Kínverjum Bandarísk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Beijing hvetji landa sína og kínversk fyrirtæki til að stunda iðnaðarnjósnir í Bandaríkjunum. 22. mars 2018 08:22 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Markaðir óttast viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna vegna refsitolla Trump Allar helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu í dag vegna ótta við áhrif refsitolla Bandaríkjanna á Kína. 22. mars 2018 20:37
Kynnir í dag umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Kínverjum Bandarísk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Beijing hvetji landa sína og kínversk fyrirtæki til að stunda iðnaðarnjósnir í Bandaríkjunum. 22. mars 2018 08:22