Stefnumót við stuttnefju á bjargbrún á Langanesi Vísindamenn kortleggja nú ævintýralegan lífsferil langvíu og stuttnefju í íslensk-breskri rannsókn sem starfsmenn og sjálfboðaliðar á vegum Náttúrustofu Norðausturlands hafa unnið að á undanförnum árum. Rannsóknin byggir á því að sömu fuglarnir eru fangaðir aftur og aftur, bæði yfir sumarið og árlega. Þeir koma alltaf á sömu sylluna, ár eftir ár. 18.7.2021 19:11
Skoðun og staðreyndir Á skoðanasíðu Vísis eru frá degi til dags greinar eftir ráðherra, þingmenn, verkalýðsforingja, forstjóra og áhugafólk um hin ýmsu þjóðfélagsmál. Þarna má fá í útbreiddasta fréttamiðli landsins innsýn í skoðanir breiðs hóps fólks, yfirleitt vel rökstuddar, ágætlega fram settar og úr nánast öllum áttum. Þetta er sannkallað markaðstorg hugmynda. 23.4.2021 08:33
Sögulegur lestur á Vísi í eldgosaviku 234 þúsund íslenskir notendur heimsóttu Vísi að meðaltali á hverjum degi í liðinni viku og lásu, horfðu og hlustuðu á fréttir og annað efni. 25.3.2021 13:01
Á tíu ára afmæli flóðbylgjunnar; lærdómur sögunnar gildir í dag Á þessum degi fyrir tíu árum stóð japönsk kona á áttræðisaldri, Nobuku Kono, frammi fyrir erfiðu vali. Hún bjó í Rikuzen-takata, 24 þúsund manna bæ sem var byggður sitt hvoru megin við árfarveg við sjávarströndina norðarlega í Japan. Það hafði orðið harður jarðskjálfti og hún þurfti að ákveða hvort hún gerði eins og stjórnvöld ráðlögðu og leitaði skjóls í fjöldahjálparstöð í skólabyggingu innar í dalnum. 11.3.2021 15:06
Þéttum landamærin, opnum innanlands Um helgina greindust þrír einstaklingar í sömu fjölskyldunni með kórónuveiruna í Auckland á Nýja-Sjálandi. Hér á landi hefur sóttvarnalæknir um nokkurra vikna skeið bent á mikilvægi þess að koma í veg fyrir að kórónuveiran leki inn í landið með fólki sem kemur að utan. Það sé forsenda þess að losa um samkomutakmarkanir innanlands. 15.2.2021 09:14
Við segjum áskrifendum fréttir Í kvöld bjóðast kvöldfréttir Stöðvar 2 eingöngu áskrifendum stöðvarinnar. Þar með lýkur rúmlega 34 ára sögu þar sem allur almenningur hefur haft opinn aðgang að fréttum tveggja sjónvarpsstöðva. Samkeppni milli kvöldfréttaþáttanna tveggja verður áfram á fullu – en það þarf áskrift að Stöð 2 til að horfa á hana. Af kommentakerfi fjölmiðla og samfélagsmiðla má ráða að ákvörðunin komi við kvikuna í mörgum. 18.1.2021 08:39
Múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna. 6.1.2021 19:37
Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5.12.2020 15:36
Bil eða Víðisfjarri? Leitað að orði fyrir lykilhugtak í kórónukreppunni Enn hefur ekki tekist að finna gott íslenskt orð yfir lykilhugtak í baráttunni gegn kórónuveirufarsóttinni, segir Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þó hafa borist tugir hugmynda en engin náð að festa sig í sessi. 16.11.2020 19:00
Fjölmiðlar sem njóta trausts eru ekki sjálfsagður hlutur Íslendingar fá fréttir um kórónuveirufarsóttina í hefðbundnum fjölmiðlum fremur en aðrar þjóðir og treysta þeim betur. Traustið er undirstaða árangurs í baráttu við veiruna. Á meðan eiga einkareknir fjölmiðlar í vök að verjast á tveimur vígstöðvum. 14.11.2020 14:15
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent