Á tíu ára afmæli flóðbylgjunnar; lærdómur sögunnar gildir í dag Þórir Guðmundsson skrifar 11. mars 2021 15:06 Á þessum degi fyrir tíu árum stóð japönsk kona á áttræðisaldri, Nobuku Kono, frammi fyrir erfiðu vali. Hún bjó í Rikuzen-takata, 24 þúsund manna bæ sem var byggður sitt hvoru megin við árfarveg við sjávarströndina norðarlega í Japan. Það hafði orðið harður jarðskjálfti og hún þurfti að ákveða hvort hún gerði eins og stjórnvöld ráðlögðu og leitaði skjóls í fjöldahjálparstöð í skólabyggingu innar í dalnum. Pabbi hennar hafði hins vegar sagt henni þegar hún var á barnsaldri, líklega um 65 árum fyrr því hún var 72 ára þegar þetta var, að kæmi jarðskjálfti þá skyldi hún hlaupa strax upp í nálæga hæð. Það ráð hafði hann líklega fengið frá sínum foreldrum og þeir frá sínum. Þessi brúða við höfnina hefur barn í Rikuzen-takata líklega átt. Tvö þúsund manns létu lífið þegar flóðið fór í gegnum bæinn.Mynd/Þórir Guðmundsson Nú hafði orðið mikill jarðskjálfti og hún þurfti að taka ákvörðun. Teningunum var kastað þegar nágranni hennar, fatlaður eldri maður, leitaði ásjár hjá henni. Hann myndi ekki komast í fjöldahjálparstöðina í skólanum í tæka tíð. Hún ákvað að draga hann upp hæðina. Skömmu síðar kom gífurleg flóðbylgja af hafi, rann upp dalverpið og tók húsið hennar og lagði síðan skólann í eyði þannig að allir sem þar voru létu lífið. Hún og fatlaði nágranninn lifðu flóðbylgjuna af uppi á hæðinni. Áminning um að læra Þegar ég ræddi við Nobuku Kono bjó hún í einu herbergi í gámhýsi, sem hafði verið komið upp fyrir tilhlutan gjafafjár frá útlöndum, þar á meðal Íslandi. Allar hennar eigur skoluðust burtu með húsinu hennar og fallega garðinum í vatnsflaumi sem engu eirði. Japönsk stjórnvöld, sem í upphafi áttu erfitt með að þiggja aðstoð frá útlöndum, opnuðu síðan á slíka aðstoð og þess naut Nobuku. Nobuku Kono með höfundi í júní 2012. Hún var ánægð með herbergið í gámhýsinu en saknaða hússins og garðsins sem flóðin tóku með sér. Þessi reynsla Nobuku, sem er við hæfi að rifja upp í dag þegar tíu ár eru frá flóðbylgjunni miklu í Japan, er áminning fyrir okkur sem búum líka í hamfaralandi. Hún er áminning um að læra af því sem áður hefur gerst og gleyma því ekki. Hlaðborð náttúruvár Ísland býður íbúum sínum upp á óvenjufjölbreytt hlaðborð náttúruvár: stórviðri af ýmsu tagi, sjávar- og ofanflóð, grjóthrun, aurskriður, jarðskjálfta og eldgos. Um þessar mundir skelfur jörð á Reykjanesskaganum þannig að vart líður dagur að ekki verði skjálfti sem skekur byggingar á svæði þar sem tveir af hverjum þremur íbúum landsins á heima. Eldgos getur hafist hvenær sem er á svæði þar sem víða er byggt á hrauni. Sem betur fer er líklegast að gos, ef af verður, komi upp í óbyggðum. Þó að meira en 300 ár séu frá Móðuharðindunum í Skaftáreldum 1783 þá megum við vita, af þeirri reynslu, að eldgosum geta fylgt öskufall og eiturgufur sem hafa áhrif langt út fyrir sjálft gossvæðið. Mikil mildi var að enginn mannskaði varð í Kópaskersskjálftanum 1974 og Suðurlandsskjálftunum árin 2000 og 2008. Eyðileggingarmáttur Básendaflóðsins árið 1799 minnir okkur á hvað getur gerst þegar saman fara stórstreymi og djúp lægð. Hættan fyrir byggð, sem er nánast í fjöruborðinu sums staðar, eykst eftir því sem sjávarhæð hækkar vegna hnattrænnar hlýnunar. Stöðug ógn Í Kompás var nýlega rætt við íbúa sem búa undir bröttum fjöllum á Flateyri og Seyðisfirði og hafa nýlega orðið fyrir snjóflóðum og jarðskriðum. Þó að milljörðum sé varið í að verja hús þá er best að byggja ekki þar sem flóð og skriður hafa áður farið um. Náttúran á Íslandi er þannig stöðug ógn við líf í landinu og á meðan við viljum búa í þessu góða landi þurfum við að hafa varan á okkur, bæði með það hvar við byggjum og hvernig við búum okkur undir hinar ýmsu hamfarir sem yfir okkur geta gengið. Öflugur viðbúnaður Undanfarin ár höfum við byggt upp öflugan viðbúnað gegn vá í formi almannavarnaskipulags sem reiðir sig að miklu leyti á sveitir sjálfboðaliða auk opinberra stofnana svo sem Veðurstofunnar, Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs og annarra. Þessa dagana fylgjumst við með því, oftar en ekki í beinni útsendingu, hvernig starfsmenn þessara stofnana vakta yfirstandandi og yfirvofandi vá. En jafnvel öflugustu kerfi geta þurft utanaðkomandi aðstoð ef bjargir innanlands duga ekki til. Líkt og með Japani eftir flóðbylgjuna fyrir áratug þá getur komið til þess að Íslendingar þurfi stuðning að utan. Verum viðbúin að þiggja aðstoð Fyrr á þessu ári var birt í samráðsgátt frumvarp um almannavarnir sem heimilar dómsmálaráðherra að setja reglur um móttöku erlends hjálparliðs, þar á meðal til þess að veita undanþágur frá lögum sem „tefja eða takmarka möguleika á innflutningi dýra og búnaðar“ til nota við björgunarstörf. Í yfirstandandi jarðskjálftahrinu er umhugsunarvert, svo dæmi sé tekið, að ef svo illa færi að byggingar yrðu fyrir skaða þannig að leita þyrfti að fólki í húsarústum þá er ekki víst að nóg sé af leitarhundum í landinu og lög hamla að hægt sé að fá slíka aðstoð frá útlöndum. Lög, sem ætlað er meðal annars að koma í veg fyrir að hundaæði berist til landsins, myndu því hamla því að hægt væri að kalla eftir sérhæfðum leitarhundasveitum frá löndum eins og Noregi og Þýskalandi í lífsbjargandi verkefni á Íslandi. Og engin vissa er fyrir því að björgunarsveitarmaður frá landi utan Schengen ætti greiða leið inn í landið. Með samþykkt frumvarps um þetta efni og setningu reglugerðarinnar, sem það leyfir, væri tekið skref í þá átt að bæta umgjörð almannavarna á Íslandi. Þegar náttúran lætur til sín taka þá er mikilvægt að mannfólkið geti brugðist fumlaust við; tekið réttar ákvarðanir fljótt og örugglega. Nobuku Kono getur vottað það. Þórir Guðmundsson er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hann var í Japan 2012 sem yfirmaður alþjóðlegs hjálparstarfs Rauða krossins. Hann átti meðal annars aðild að rannsókn sem leiddi í ljós hömlur á móttöku alþjóðlegs hjálparliðs á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Náttúruhamfarir Japan Eldgos og jarðhræringar Þórir Guðmundsson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessum degi fyrir tíu árum stóð japönsk kona á áttræðisaldri, Nobuku Kono, frammi fyrir erfiðu vali. Hún bjó í Rikuzen-takata, 24 þúsund manna bæ sem var byggður sitt hvoru megin við árfarveg við sjávarströndina norðarlega í Japan. Það hafði orðið harður jarðskjálfti og hún þurfti að ákveða hvort hún gerði eins og stjórnvöld ráðlögðu og leitaði skjóls í fjöldahjálparstöð í skólabyggingu innar í dalnum. Pabbi hennar hafði hins vegar sagt henni þegar hún var á barnsaldri, líklega um 65 árum fyrr því hún var 72 ára þegar þetta var, að kæmi jarðskjálfti þá skyldi hún hlaupa strax upp í nálæga hæð. Það ráð hafði hann líklega fengið frá sínum foreldrum og þeir frá sínum. Þessi brúða við höfnina hefur barn í Rikuzen-takata líklega átt. Tvö þúsund manns létu lífið þegar flóðið fór í gegnum bæinn.Mynd/Þórir Guðmundsson Nú hafði orðið mikill jarðskjálfti og hún þurfti að taka ákvörðun. Teningunum var kastað þegar nágranni hennar, fatlaður eldri maður, leitaði ásjár hjá henni. Hann myndi ekki komast í fjöldahjálparstöðina í skólanum í tæka tíð. Hún ákvað að draga hann upp hæðina. Skömmu síðar kom gífurleg flóðbylgja af hafi, rann upp dalverpið og tók húsið hennar og lagði síðan skólann í eyði þannig að allir sem þar voru létu lífið. Hún og fatlaði nágranninn lifðu flóðbylgjuna af uppi á hæðinni. Áminning um að læra Þegar ég ræddi við Nobuku Kono bjó hún í einu herbergi í gámhýsi, sem hafði verið komið upp fyrir tilhlutan gjafafjár frá útlöndum, þar á meðal Íslandi. Allar hennar eigur skoluðust burtu með húsinu hennar og fallega garðinum í vatnsflaumi sem engu eirði. Japönsk stjórnvöld, sem í upphafi áttu erfitt með að þiggja aðstoð frá útlöndum, opnuðu síðan á slíka aðstoð og þess naut Nobuku. Nobuku Kono með höfundi í júní 2012. Hún var ánægð með herbergið í gámhýsinu en saknaða hússins og garðsins sem flóðin tóku með sér. Þessi reynsla Nobuku, sem er við hæfi að rifja upp í dag þegar tíu ár eru frá flóðbylgjunni miklu í Japan, er áminning fyrir okkur sem búum líka í hamfaralandi. Hún er áminning um að læra af því sem áður hefur gerst og gleyma því ekki. Hlaðborð náttúruvár Ísland býður íbúum sínum upp á óvenjufjölbreytt hlaðborð náttúruvár: stórviðri af ýmsu tagi, sjávar- og ofanflóð, grjóthrun, aurskriður, jarðskjálfta og eldgos. Um þessar mundir skelfur jörð á Reykjanesskaganum þannig að vart líður dagur að ekki verði skjálfti sem skekur byggingar á svæði þar sem tveir af hverjum þremur íbúum landsins á heima. Eldgos getur hafist hvenær sem er á svæði þar sem víða er byggt á hrauni. Sem betur fer er líklegast að gos, ef af verður, komi upp í óbyggðum. Þó að meira en 300 ár séu frá Móðuharðindunum í Skaftáreldum 1783 þá megum við vita, af þeirri reynslu, að eldgosum geta fylgt öskufall og eiturgufur sem hafa áhrif langt út fyrir sjálft gossvæðið. Mikil mildi var að enginn mannskaði varð í Kópaskersskjálftanum 1974 og Suðurlandsskjálftunum árin 2000 og 2008. Eyðileggingarmáttur Básendaflóðsins árið 1799 minnir okkur á hvað getur gerst þegar saman fara stórstreymi og djúp lægð. Hættan fyrir byggð, sem er nánast í fjöruborðinu sums staðar, eykst eftir því sem sjávarhæð hækkar vegna hnattrænnar hlýnunar. Stöðug ógn Í Kompás var nýlega rætt við íbúa sem búa undir bröttum fjöllum á Flateyri og Seyðisfirði og hafa nýlega orðið fyrir snjóflóðum og jarðskriðum. Þó að milljörðum sé varið í að verja hús þá er best að byggja ekki þar sem flóð og skriður hafa áður farið um. Náttúran á Íslandi er þannig stöðug ógn við líf í landinu og á meðan við viljum búa í þessu góða landi þurfum við að hafa varan á okkur, bæði með það hvar við byggjum og hvernig við búum okkur undir hinar ýmsu hamfarir sem yfir okkur geta gengið. Öflugur viðbúnaður Undanfarin ár höfum við byggt upp öflugan viðbúnað gegn vá í formi almannavarnaskipulags sem reiðir sig að miklu leyti á sveitir sjálfboðaliða auk opinberra stofnana svo sem Veðurstofunnar, Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs og annarra. Þessa dagana fylgjumst við með því, oftar en ekki í beinni útsendingu, hvernig starfsmenn þessara stofnana vakta yfirstandandi og yfirvofandi vá. En jafnvel öflugustu kerfi geta þurft utanaðkomandi aðstoð ef bjargir innanlands duga ekki til. Líkt og með Japani eftir flóðbylgjuna fyrir áratug þá getur komið til þess að Íslendingar þurfi stuðning að utan. Verum viðbúin að þiggja aðstoð Fyrr á þessu ári var birt í samráðsgátt frumvarp um almannavarnir sem heimilar dómsmálaráðherra að setja reglur um móttöku erlends hjálparliðs, þar á meðal til þess að veita undanþágur frá lögum sem „tefja eða takmarka möguleika á innflutningi dýra og búnaðar“ til nota við björgunarstörf. Í yfirstandandi jarðskjálftahrinu er umhugsunarvert, svo dæmi sé tekið, að ef svo illa færi að byggingar yrðu fyrir skaða þannig að leita þyrfti að fólki í húsarústum þá er ekki víst að nóg sé af leitarhundum í landinu og lög hamla að hægt sé að fá slíka aðstoð frá útlöndum. Lög, sem ætlað er meðal annars að koma í veg fyrir að hundaæði berist til landsins, myndu því hamla því að hægt væri að kalla eftir sérhæfðum leitarhundasveitum frá löndum eins og Noregi og Þýskalandi í lífsbjargandi verkefni á Íslandi. Og engin vissa er fyrir því að björgunarsveitarmaður frá landi utan Schengen ætti greiða leið inn í landið. Með samþykkt frumvarps um þetta efni og setningu reglugerðarinnar, sem það leyfir, væri tekið skref í þá átt að bæta umgjörð almannavarna á Íslandi. Þegar náttúran lætur til sín taka þá er mikilvægt að mannfólkið geti brugðist fumlaust við; tekið réttar ákvarðanir fljótt og örugglega. Nobuku Kono getur vottað það. Þórir Guðmundsson er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hann var í Japan 2012 sem yfirmaður alþjóðlegs hjálparstarfs Rauða krossins. Hann átti meðal annars aðild að rannsókn sem leiddi í ljós hömlur á móttöku alþjóðlegs hjálparliðs á Íslandi.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun