Blaðamaður

Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Þorsteinn er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Merki um „hraðan viðsnúning íbúðaverðs“ að mati SA

Nýjustu mælingar Þjóðskrár á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu má að mati Samtaka atvinnulífsins túlka sem „hraðan viðsnúning íbúðaverðs“, einkum í ljósi þess að áhrif aðgerða Seðlabanka Íslands eru ekki komin fram nema að hluta til.

Bankastjóri Landsbankans segir samkeppni um innlán vera að aukast

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að ekki hægt sé að skoða innlánavexti banka í tómarúmi heldur þurfi að setja þá í samhengi við útlánavexti sem eru almennt lægri hjá Landsbankanum en öðrum íslenskum fjármálastofnunum. Samkeppnin um innlán sé hins vegar að aukast og bankinn muni taka kjör á bankareikningum til skoðunar.

Sjálfvirkni rekur fleyg milli innlánsvaxta bankanna

Nýir og sjálfvirkir innlánsreikningar Íslandsbanka, sem hafa gert bankanum kleift að stórbæta vaxtakjörin í samanburði við Arion banka og Landsbankann, varpa ljósi á hversu mikill ávinningur er fólginn í sjálfvirknivæðingu og samkeppni í fjármálakerfinu. Vextirnir eru komnir í nánd við vextina á óbundnum reikningum Auðar, fjármálaþjónustu Kviku banka, sem hefur um nokkurt skeið boðið mun betri kjör en keppinautarnir.

Forstjóri Símans: Hefðum aldrei sætt okkur við þetta söluverð í fyrra

Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir fyrirtækið öðlast „langþráð athafnafrelsi“ með því að ljúka sölunni á dótturfyrirtækinu Mílu. Það var besti kosturinn í stöðunni, að hans sögn, þrátt fyrir að söluverðið hefði lækkað um alls 8,5 milljarða króna vegna þeirra kvaða sem settar eru á innviðafyrirtækið. Sú afstaða helgast meðal annars af því að efnahagsumhverfið er gjörbreytt frá því að skrifað var undir kaupsamninginn í fyrra. 

Heimsfaraldur ESG

Hugmyndin um ábyrgar fjárfestingar hefur farið um Vesturlönd eins og eldur í sinu. Á milli áranna 2005 og 2018 kom hugtakið ESG fram í brotabroti af uppgjörstilkynningum skráðra fyrirtækja samkvæmt greiningu eignarstýringarfélagsins Pimco. Þremur árum síðar var hlutfallið komið í tuttugu prósent.

„Miðað við efna­hags­þróunina hefði verið æski­legt að ganga lengra“

Minnkandi hallarekstur ríkissjóðs ber þess merki að ríkisstjórnin og Seðlabanki Íslands gangi í takt en í ljósi verðbólguþróunar og þenslu í hagkerfinu hefði verið æskilegt að stíga stærri skref í átt að því að eyða hallanum. Þetta kemur fram í umsögnum viðmælenda Innherja um fjárlagafrumvarpið fyrir ári 2023 sem var kynnt í gær.

Marel vanmetnasta iðnfyrirtækið í Evrópu samkvæmt JP Morgan

Greindendur fjárfestingabankans JP Morgan telja að Marel sé vanmetnasta iðnfyrirtækið í Evrópu samkvæmt ýtarlegri greiningu á skráðum fyrirtækjum í atvinnugreininni sem bankinn birti í byrjun september. Að þeirra mati gæti hlutabréfaverð íslenska fyrirtækisins hækkað um allt að 53 prósent á næstu 14 mánuðum.

Sjá meira