Mesta erlenda fjárfestingin á einum fjórðungi frá árinu 2016 Bein fjárfesting af hálfu erlendra fjárfesta á Íslandi nam 46 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi sem er mesta erlenda fjárfestingin á einum fjórðungi frá árinu 2016. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands. 23.9.2022 11:58
Skarpur samdráttur í útlánum banka til fyrirtækja í ágúst Ný útlán banka til atvinnufyrirtækja námu 6,9 milljörðum króna í ágúst sem er umtalsvert minni útlánavöxtur en mánuðina þar á undan. Þetta kemur fram nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands um bankakerfið. 22.9.2022 12:38
Innra fjárfestingafélag ríkisins fer af stað með 1,5 milljarða króna heimild Ríkissjóður hefur sett á stofn einkahlutafélagið Fjárföng sem er eins konar innra fjárfestingafélag ríkisins. Hlutverk félagsins, sem hefur umtalsverða lántökuheimild hjá ríkissjóði, er að fjármagna verkefni ríkisstofnana sem stuðla að umbótum og hagræðingu í ríkisrekstri til lengri tíma. 22.9.2022 07:01
Merki um „hraðan viðsnúning íbúðaverðs“ að mati SA Nýjustu mælingar Þjóðskrár á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu má að mati Samtaka atvinnulífsins túlka sem „hraðan viðsnúning íbúðaverðs“, einkum í ljósi þess að áhrif aðgerða Seðlabanka Íslands eru ekki komin fram nema að hluta til. 21.9.2022 14:26
Bankastjóri Landsbankans segir samkeppni um innlán vera að aukast Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að ekki hægt sé að skoða innlánavexti banka í tómarúmi heldur þurfi að setja þá í samhengi við útlánavexti sem eru almennt lægri hjá Landsbankanum en öðrum íslenskum fjármálastofnunum. Samkeppnin um innlán sé hins vegar að aukast og bankinn muni taka kjör á bankareikningum til skoðunar. 21.9.2022 07:00
Sjálfvirkni rekur fleyg milli innlánsvaxta bankanna Nýir og sjálfvirkir innlánsreikningar Íslandsbanka, sem hafa gert bankanum kleift að stórbæta vaxtakjörin í samanburði við Arion banka og Landsbankann, varpa ljósi á hversu mikill ávinningur er fólginn í sjálfvirknivæðingu og samkeppni í fjármálakerfinu. Vextirnir eru komnir í nánd við vextina á óbundnum reikningum Auðar, fjármálaþjónustu Kviku banka, sem hefur um nokkurt skeið boðið mun betri kjör en keppinautarnir. 20.9.2022 06:10
Forstjóri Símans: Hefðum aldrei sætt okkur við þetta söluverð í fyrra Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir fyrirtækið öðlast „langþráð athafnafrelsi“ með því að ljúka sölunni á dótturfyrirtækinu Mílu. Það var besti kosturinn í stöðunni, að hans sögn, þrátt fyrir að söluverðið hefði lækkað um alls 8,5 milljarða króna vegna þeirra kvaða sem settar eru á innviðafyrirtækið. Sú afstaða helgast meðal annars af því að efnahagsumhverfið er gjörbreytt frá því að skrifað var undir kaupsamninginn í fyrra. 16.9.2022 07:01
Heimsfaraldur ESG Hugmyndin um ábyrgar fjárfestingar hefur farið um Vesturlönd eins og eldur í sinu. Á milli áranna 2005 og 2018 kom hugtakið ESG fram í brotabroti af uppgjörstilkynningum skráðra fyrirtækja samkvæmt greiningu eignarstýringarfélagsins Pimco. Þremur árum síðar var hlutfallið komið í tuttugu prósent. 15.9.2022 09:11
„Miðað við efnahagsþróunina hefði verið æskilegt að ganga lengra“ Minnkandi hallarekstur ríkissjóðs ber þess merki að ríkisstjórnin og Seðlabanki Íslands gangi í takt en í ljósi verðbólguþróunar og þenslu í hagkerfinu hefði verið æskilegt að stíga stærri skref í átt að því að eyða hallanum. Þetta kemur fram í umsögnum viðmælenda Innherja um fjárlagafrumvarpið fyrir ári 2023 sem var kynnt í gær. 13.9.2022 14:24
Marel vanmetnasta iðnfyrirtækið í Evrópu samkvæmt JP Morgan Greindendur fjárfestingabankans JP Morgan telja að Marel sé vanmetnasta iðnfyrirtækið í Evrópu samkvæmt ýtarlegri greiningu á skráðum fyrirtækjum í atvinnugreininni sem bankinn birti í byrjun september. Að þeirra mati gæti hlutabréfaverð íslenska fyrirtækisins hækkað um allt að 53 prósent á næstu 14 mánuðum. 13.9.2022 10:31