Kortavelta erlendra ferðamanna náði methæðum í júlí Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 35,4 milljörðum króna í júlí og hefur hún ekki mælst hærri að nafnvirði frá upphafi mælinga árið 2012. Veltan jókst um 24,7 prósent á milli mánaða. 12.8.2022 09:51
SKEL vill gera Orkuna og Skeljung skráningarhæf SKEL fjárfestingafélag hefur ákveðið haga rekstri Orkunnar og Skeljungs með þeim hætti að félögin verði skráningarhæf á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í nýbirtu árshlutauppgjöri félagsins. 11.8.2022 18:54
Markaðsvirði Símans hefur lækkað um 12,4 milljarða frá tilkynningu SKE Markaðsvirði Símans hefur minnkað um 12,4 milljarða króna frá hádegi í gær þegar Samkeppniseftirlitið birti umsagnir keppinauta fjarskiptafyrirtækisins um söluna á Mílu til franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian. 10.8.2022 16:30
Ekki hlutverk eftirlitsins að vernda Ljósleiðarann, segir Ardian Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian og Síminn telja ljóst af umsögn Ljósleiðarans um söluna á Mílu að innviðafyrirtækið, sem er í opinberri eigu, vilji atbeina Samkeppniseftirlitsins til þess að takmarka samkeppni og verja „markaðsráðandi stöðu sína“. Þetta kemur ítrekað fram í athugasemdum fyrirtækjanna tveggja um umsögn Ljósleiðarans. 10.8.2022 10:55
Keppinautar vilja skerða einkakaup milli Símans og Mílu til muna Keppinautar Símasamstæðunnar telja að fyrirhugaður einkakaupasamningur á milli Símans og Mílu til 17 ára hafi skaðleg áhrif á samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði og því þurfi að stytta lengd samningsins til muna. Þetta kemur fram í umsögnum fjarskiptafyrirtækja um tillögur franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian um skilyrði vegna kaupanna á Mílu. 9.8.2022 12:57
Kaupmáttaraukning síðustu ára gnæfir yfir hin Norðurlöndin Kaupmáttur launafólks á Íslands jókst um 57 prósent á tímabilinu 2012 til 2021 en á Norðurlöndunum nam kaupmáttaraukning einungis 2-10 prósentum yfir sama tímabil. Þetta kemur fram í skýrslu Katrínar Ólafsdóttur, dósents í hagfræði og nefndarmanns í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, um vinnumarkaðinn en skýrslan var unnin að beiðni forsætisráðuneytisins. 8.8.2022 16:36
Svigrúm til launahækkana er á þrotum, segir hagfræðingur forsætisráðuneytisins Svigrúmið sem myndaðist fyrir launahækkanir á árunum eftir fjármálahrunið, einkum vegna uppgangs ferðaþjónustu og lítillar alþjóðlegrar verðbólgu, er á þrotum og ólíklegt er að aðstæður verði jafnhagfelldar í bráð. Þetta skrifar Arnór Sighvatsson, hagfræðingur hjá forsætisráðuneytinu og fyrrverandi aðstoðarseðlabankastjóri, í greinargerð sem var unnin að beiðni þjóðhagsráðs. 8.8.2022 12:59
Hilmar Þór íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar Sýnar Hilmar Þór Kristinsson, annar eigandi eignarhaldsfélagsins Fasta sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækisins. Þetta staðfestir Hilmar Þór í samtali við Innherja. 5.8.2022 13:53
Taka á margbrotnu framsali valds og lagskiptri stjórnsýslu fjármálaeftirlitsins Forsætisráðuneytið hefur tilkynnt um áform um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands sem fela í sér að seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans og að nefndin taki aðeins ákvarðanir í málum sem teljast meiri háttar. Þetta kemur fram í samráðsgátt stjórnvalda. 5.8.2022 11:26
Ríkið þynnti aðra hluthafa í Vaðlaheiðargöngum og lengdi lánstíma til 2057 Fjárhagsleg endurskipulagning Vaðlaheiðarganga fól í sér að ríkissjóður skuldbreytti 5 milljörðum af 20 milljarða króna láni í hlutafé og þynnti aðra hluthafa í göngunum „verulega“ ásamt því að framlengja lokagjalddaga lánsins til ársins 2057. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Vaðlaheiðarganga. 5.8.2022 06:01