Íslandsbanki hyggst ekki að selja í kísilverinu til „skemmri tíma litið“ Íslandsbanki hefur ekki fyrirætlanir um að selja hlut sinn í Bakkastakki, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um hlut bankans og lífeyrissjóða í kísilveri PCC á Bakka, til skemmri tíma litið. Þetta kemur fram í svari Íslandsbanka við fyrirspurn Innherja. 4.8.2022 14:00
Hlutabréf Eimskips ná fyrri hæðum eftir afkomukipp hjá Maersk Hlutabréfaverð Eimskips hækkaði um 5,5 prósent í Kauphöllinni í dag og er gengi bréfanna komið aftur í sögulegt hámark eins og gerðist í lok apríl. 3.8.2022 16:10
Metár að baki hjá DHL eftir 30 prósenta tekjuvöxt Árið 2021 var metár fyrir DHL Express Iceland, sem heldur utan um starfsemi alþjóðlega flutningafyrirtækisins Deutsche Post DHL Group á Íslandi, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. 3.8.2022 10:00
Brim stofnar Stiku umhverfislausnir ásamt meðfjárfestum Sjávarútvegsfélagið Brim hefur stofnað nýtt félag ásamt Bjarna Ármannssyni, forstjóra Iceland Seafood International, og Magnúsi Júlíussyni, stjórnarmanni í Festi, sem mun vinna að þróun hugbúnaðarlausna fyrir umhverfisútreikninga fyrirtækja. 2.8.2022 14:03
Ný útlán til fyrirtækja hafa aldrei verið meiri frá upphafi mælinga Útlán banka til atvinnufyrirtækja námu ríflega 38 milljörðum króna og hafa aldrei verið meiri í einum mánuði frá því að Seðlabanki Íslands byrjaði að halda utan um tölurnar í byrjun árs 2013. 29.7.2022 13:36
Stórfelld losun fastra vaxta gæti ýtt heimilum aftur í verðtryggð lán Viðbúið er að stór hluti íbúðalána á föstum vöxtum komi til endurskoðunar á árunum 2024 og 2025 enda jukust vinsældir fastvaxtalána, sér í lagi óverðtryggðra lána með föstum vöxtum, verulega á seinni hluta síðasta árs. Horfur eru á því að vaxtastig verði talsvert hærra en það var þegar vextir á lánunum voru festir og því gæti endurskoðun leitt til tilfærslu yfir í verðtryggð lán sem bera minni greiðslubyrði. 29.7.2022 07:55
Hagnaður Valitor tuttugufaldast milli ára Valitor hagnaðist um 627 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins að því er kemur fram í árshlutauppgjöri Arion banka. Það er tuttugufalt meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. 28.7.2022 11:55
Uppgjör á faraldri og sóttvörnum Samfélagið var fljótt að snúa sér að öðru þegar öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum var aflétt í febrúar. Í tvö lýjandi ár hafði faraldurinn heljartak á umræðunni og þjóðfélagið var undirorpið ákvörðunum embættismanna sem höfðu skyndilega fengið vald til að segja af eða á. En þrátt fyrir að veiran sjálf sé horfin úr sviðsljósinu væru mikil mistök að láta eins og ekkert hafi í skorist. Þegar horfur eru á því að uppsafnaður halli ríkissjóðs fram til ársins 2027 muni nema þúsund milljörðum króna verður ekki komist hjá uppgjöri á sóttvarnaaðgerðum. 27.7.2022 14:50
Há verð og stöðugur rekstur skiluðu Elkem metafkomu í fyrra Elkem Ísland, sem rekur kísilver á Grundartanga, hagnaðist um 458 milljónir norskra króna, jafnvirði 6,4 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er langbesta rekstrarniðurstaða Elkem á síðustu sjö árum og líklega sú besta í sögu fyrirtækisins á Íslandi. 27.7.2022 12:00
Aldrei minni vanskil í lánasafni Landsbankans Vanskil viðskiptavina Landsbankans hafa farið lækkandi frá því í lok árs 2019 og hafa aldrei verið lægri en þau voru um mitt þetta ár. Þetta kemur fram uppgjörskynningu bankans. 26.7.2022 09:00