Framsókn hringi nú í allar auglýsingastofurnar „Þú getur rétt ímyndað þér hvort Framsóknarflokkurinn sé ekki að hringja í allar auglýsingastofurnar núna. Hvaða slagorð komið þið með fyrir okkur til að bjarga þessu. Það eru fundir hjá VG og Sjálfstæðisflokkurinn er bara að vona að þetta leysist fram til 30. nóvember. Þetta verða áhugaverðir dagar framundan“ 13.10.2024 19:33
Framsóknarflokkurinn fundar í kvöld Þingflokkur Framsóknarflokksins fundar klukkan átta í kvöld til að bregðast við ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra en hann tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Þetta staðfesti Ingibjörg Ólöf Isaksen, þinflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. 13.10.2024 19:00
Brotthvarf Katrínar hafi verið dauðadómur samstarfsins „Upphafið að þessu öllu saman var þegar að Katrín labbaði frá þeim. Það var eiginlega dauðadómur þessarar ríkisstjórnar. Það eru allt aðrar áherslur sem koma með þessum nýja formanni Vinstri grænna. Hún með sín þrjú prósent heldur virkilega að hún sé með dagskrávaldið og ætlar að ákveða kosningar og ég veit ekki hvað og hvað.“ 13.10.2024 17:44
Blöskrar ákvörðun Bjarna og segja hana heigulshátt „Ungu Framsóknarfólki blöskrar ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi á þessum tímapunkti og leitast við að ganga til kosninga í nóvember. Okkur þykir þetta heigulsháttur, þetta er gert með hagsmuni hans flokks í huga umfram hagsmuni þjóðarinnar.“ 13.10.2024 17:09
Ríkisstjórnin sprungin Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði ákveðið að rjúfa þing og boða til kosninga í lok nóvember. Hann ætlar sér sjálfur að vera áfram formaður og gerir ráð fyrir því að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum. Bjarni fer á fund Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, klukkan níu í fyrramálið. 13.10.2024 14:51
Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, birti í dag færslu á Facebook þar sem hún tjáði sig um mál Yazan Tamimi og að félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi hringt í ríkislögreglustjóra í tengslum við málið. Hún eyddi færslunni nokkrum klukkutímum eftir birtingu þegar hún vakti hörð viðbrögð í athugasemdakerfinu. 12.10.2024 20:32
Hlaupa Bleiku slaufuna í sólarhring „Þetta verður í 24 tíma því að krabbameinið sefur aldrei, hvort sem það er nótt eða dagur. Það er fólk búið að skrá sig á alla tímanna í nótt. Þetta gengur frábærlega.“ 12.10.2024 19:41
Vonast til að ná árangri áður en aðgerðir hefjast „Auðvitað verðum við vör við umræðu um það að fólk sé uggandi út af aðgerðum en við vissum það nú fyrir fram. Það vill enginn fara í aðgerðir og alla síst þeir sem hafa hagsmuni af því að mæta í skólann sinn.“ 12.10.2024 18:50
Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér „Ég er auðvitað ósammála þessari nálgun á málið. Ég held að almenningur allur sé sammála um það að það sé kjarnahlutverk Orkuveitunnar að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Það er í kringum þá starfsemi sem Orkuveitan er stofnuð. Staðreyndin er sú að í sögulegu samhengi þá hefur félagið áður farið út af sporinu og ráðist í verkefni sem eru ekki í þágu borgarbúa með beinum hætti og þessi verkefni hafa alltaf dregið dilk á eftir sér.“ 12.10.2024 18:14
Safnast í kvikuhólfið en ómögulegt að segja hvenær gýs „Ég les nú í þetta að ef við notum líkingu frá jarðeldunum á Reykjanesi að þá er augljóst, og það má öllum vera augljóst, að það er að safnast meira og meira fyrir í kvikuhólfið en hins vegar hvenær gýs, er ómögulegt að segja. Það er hratt landris sem mun enda með gosi.“ 11.10.2024 23:51
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent