Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. desember 2025 18:55 Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. vísir/lýður valberg Óvenjumörg alvarleg umferðarslys hafa orðið síðustu vikur sem aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir miður. Aukið stress skili sér í glæfralegum akstri og allt of lítið sé um að gangandi vegfarendur noti endurskinsmerki. Fjöldi alvarlegra umferðarslysa hefur orðið hér á landi síðustu vikur. Til að mynda þykir mildi að ekki hafi farið verr þegar tvö umferðarslys urðu á Norðvesturlandi fyrir rúmum tveimur vikum. Nokkrum dögum síðar urðu alvarleg umferðarslys á Þorlákshafnarvegi og Suðurstrandarvegi. Á miðvikudag varð banaslys á Fjarðarheiði þegar tveir bílar með átta manns skullu saman. Á sunnudaginn var ekið á hjólreiðamann á Sauðárkróki sem var fluttur alvarlega slasaður með sjúkraflugi á Landspítalann. Þá varð alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsbraut í gær þegar ekið var á gangandi vegfaranda en öldruð kona var flutt stórslösuð frá vettvangi. Um klukkan fimm í gær skullu einnig saman jepplingur og flutningabíll á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ með þeim afleiðingum að karlmaður á þrítugsaldri lést. Tíu hafa látist í umferðinni á árinu. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir um óvenjumörg alvarleg slys að ræða. „Okkur þykir það mjög miður. Það koma alltaf reglulega upp á þessum haustmánuðum, október, nóvember, desember þá koma upp alvarleg slys. Það er myrkur hérna. Jólastressið virðist alltaf hafa einhver áhrif. Fólk er að flýta sér meira. Núna í aðdraganda þessarar jólahátíðar er ákall frá lögreglunni að við tónum okkur aðeins niður og njótum þess að taka þátt í undirbúningi jólanna án þess að leggja allt undir í umferðinni.“ Lögreglan verði varari við glæfralegt aksturslag eftir því sem stressið verður meira. Hann biðlar til vegfarenda að setja öryggið á oddinn og sérstaklega gangandi vegfarendur. „Fólk er afskaplega dökkklætt. Gangandi vegfarendur. Ég er engin tískulögga en það væri mjög jákvætt að sjá fólk í aðeins meiri lituðum fatnaði. Hérna á morgnanna og síðdegis verður skyggnið þannig að dökkklæddar verur sjást illa.“ Skyggnið geti verið verulega erfitt á þessum dekkstu tímum ársins. Virðing fyrir umferðarljósum og reglum sé ekki nægilega mikil. „Gangandi vegfarendur þurfa líka að taka það til sín að nota gangbrautir, umferðarljós og vera ekki að fara yfir bara einhvers staðar. Svo náttúrulega fyrst og fremst að nota það sem allir ættu að nota sem eru þessi endurskinsmerki. Það er ágætt því ég sé að þú ert í svartri úlpu að þá ætla ég bara að gefa þér eitt endurskinsmerki,“ segir hann og heldur áfram. „Við sjáum það reglulega mjög víða á höfuðborgarsvæðinu að fólk er ekki að nota gangbrautarljós og merktar gangbrautir. Það er að fara yfir bara hingað og þangað.“ Samgönguslys Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Fjöldi alvarlegra umferðarslysa hefur orðið hér á landi síðustu vikur. Til að mynda þykir mildi að ekki hafi farið verr þegar tvö umferðarslys urðu á Norðvesturlandi fyrir rúmum tveimur vikum. Nokkrum dögum síðar urðu alvarleg umferðarslys á Þorlákshafnarvegi og Suðurstrandarvegi. Á miðvikudag varð banaslys á Fjarðarheiði þegar tveir bílar með átta manns skullu saman. Á sunnudaginn var ekið á hjólreiðamann á Sauðárkróki sem var fluttur alvarlega slasaður með sjúkraflugi á Landspítalann. Þá varð alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsbraut í gær þegar ekið var á gangandi vegfaranda en öldruð kona var flutt stórslösuð frá vettvangi. Um klukkan fimm í gær skullu einnig saman jepplingur og flutningabíll á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ með þeim afleiðingum að karlmaður á þrítugsaldri lést. Tíu hafa látist í umferðinni á árinu. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir um óvenjumörg alvarleg slys að ræða. „Okkur þykir það mjög miður. Það koma alltaf reglulega upp á þessum haustmánuðum, október, nóvember, desember þá koma upp alvarleg slys. Það er myrkur hérna. Jólastressið virðist alltaf hafa einhver áhrif. Fólk er að flýta sér meira. Núna í aðdraganda þessarar jólahátíðar er ákall frá lögreglunni að við tónum okkur aðeins niður og njótum þess að taka þátt í undirbúningi jólanna án þess að leggja allt undir í umferðinni.“ Lögreglan verði varari við glæfralegt aksturslag eftir því sem stressið verður meira. Hann biðlar til vegfarenda að setja öryggið á oddinn og sérstaklega gangandi vegfarendur. „Fólk er afskaplega dökkklætt. Gangandi vegfarendur. Ég er engin tískulögga en það væri mjög jákvætt að sjá fólk í aðeins meiri lituðum fatnaði. Hérna á morgnanna og síðdegis verður skyggnið þannig að dökkklæddar verur sjást illa.“ Skyggnið geti verið verulega erfitt á þessum dekkstu tímum ársins. Virðing fyrir umferðarljósum og reglum sé ekki nægilega mikil. „Gangandi vegfarendur þurfa líka að taka það til sín að nota gangbrautir, umferðarljós og vera ekki að fara yfir bara einhvers staðar. Svo náttúrulega fyrst og fremst að nota það sem allir ættu að nota sem eru þessi endurskinsmerki. Það er ágætt því ég sé að þú ert í svartri úlpu að þá ætla ég bara að gefa þér eitt endurskinsmerki,“ segir hann og heldur áfram. „Við sjáum það reglulega mjög víða á höfuðborgarsvæðinu að fólk er ekki að nota gangbrautarljós og merktar gangbrautir. Það er að fara yfir bara hingað og þangað.“
Samgönguslys Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira