Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Skutu fjölda hunda á leið í athvarf

Eftirlitsstofnun sveitarfélaga í Ástralíu rannsakar nú lítið sveitarfélag þar í landi, eftir að ákvörðun var tekin um að skjóta fjölda hunda sem biðu þess að komast í dýraathvarf. Ástæðan virðist vera hræðsla embættismanna sveitarfélagsins við útbreiðslu Covid-19.

Telur ótímabært að ræða langtíma takmarkanir innanlands

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ekki sé tímabært að ræða langtímatakmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. Það sé hins vegar tímabært að endurskoða reglur um sóttkví.

61 greindist með veiruna innanlands í gær

Að minnsta kosti 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu af þeim eru fullbólusettir, bólusetning er hafin hjá þremur og óbólusettir eru 28.

Spá því að stýrivextir tvöfaldist fyrir árslok 2022

Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans haldist óbreyttir eftir næstu vaxtaákvörðun bankans í næstu viku. Því er þó spáð að stýrivextirnir verði komnir í 2,0 prósent fyrir árslok 2022.

Fara hús úr húsi í leit að skotmörkum

Hermenn Talibana í Afganistan fara nú hús úr húsi í Kabúl í leit að einstaklingum sem störfuðu fyrir herlið Atlantshafsbandalagsins eða fyrrverandi ríkisstjórn landsins.

„Hetjuviðtöl af niðurskurði erlendis“ illa tímasett og auki á gremju

Tómas Guðbjartsson, læknir á Landspítalanum, segir að það auki einungis á gremju starfsfólks Landspítalans að lesa "hetjuviðtöl af niðurskurði erlendis", á sama tíma og það sé kallað inn úr sumarfríum og sé að taka aukavaktir til að mæta álagi sem skapast af völdum fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Verið sé að tala niður hversu erfið bylgjan sé við að eiga með því að „berja sífellt í bumbur rekstrarvanda og vísa til óstjórnar á spítalanum.“

Fjögur smit tengd við leikskólann á Seyðisfirði

Tveir greindust með Covid-19 í skimunum sem boðið var upp á á Seyðisfirði í tengslum við Covid-19 smit sem kom upp á leikskólanum þar. Alls hafa fjögur smit greinst sem hægt er að tengja við leikskólann.

Hefur farið í áttatíu og níu skimanir og sú hundraðasta á döfinni

Líklega hafa fáir Íslendingar farið í fleiri skimanir vegna Covid-19 en leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson. Hann fór í 89. skimunina í dag og reiknast honum til að hann fari í skimun númer eitt hundrað þann 3. september. Hann hefur sloppið við Covid-19 hingað til en óttast reyndar að hann hafi storkað örlögunum með því að ræða þennan mikla fjölda skimana sem hann hefur farið í.

Sjá meira