Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ferðamálaráðherra segir ákveðna uppgjöf að ætla takmarka fjölda ferðamanna til Íslands, líkt og lagt er til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Veiran sé komin til að vera og lífið þurfi að komast í eðlilegt horf sem fyrst.

Sagði R. Kelly vera rándýr

Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 

Örvunar­skammtar ríku þjóðanna eins og að út­deila öðru björgunar­vesti á meðan aðrir drukkna án vestis

Embættismenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru harðorðir í garð þeirra þjóða sem byrjað hafa að útdeila örvunarskömmtum á bóluefni gegn kórónuveirunni á sama tíma og milljónir manna séu enn óbólusettir víða um heim. Er þessu líkt við það að gefa einstaklingum björgunarvesti númer tvö á sama tíma og aðrir séu án björgunarvestis.

Ís­lendingurinn metinn ó­hæfur til að taka þátt í réttar­höldunum yfir honum

Daníel Gunnarsson, Íslendingur búsettur í Bandaríkjunum sem grunaður er um morð í bænum Ridecrest í Kaliforníu, hefur verið metinn óhæfur til að taka þátt í réttarhöldunum yfir honum. Málsmeðferð hefur verið frestað þangað til Daníel fær meðferð með það að markmiði að hann verði metinn hæfur. DV greindi fyrst frá.

„Þetta er hálf nöturleg framtíðarsýn“

Jón Mýrdal, eigandi Húrra og Skuggabaldurs í miðbæ Reykjavíkur, segir að sér finnist sú framtíðarsýn sem sett er fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19 vera hræðileg. Hann bendir á að á skemmtistöðum sé farið eftir ströngum kröfum um sóttvarnir, annað en til dæmis í partýum í heimahúsum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

„Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja", segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu.

„Sunnudagurinn var hræðilegasti dagur lífs míns“

Afgönsk kona sem býr í Kabúl, höfuðborg Afganistan, og starfaði fyrir ríkisstjórnina sem þar var við völd áður en Talibanar tóku völdin segist óttast mjög um framtíðina undir stjórn Talibana.

Sjá meira