Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

„Við erum á krossgötum“

Sigurður Ingi Jóhannesson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir stjórnvöld vera að meta hvernig þjóðin geti lifað með kórónuveirufaraldrinum. Hann segir Íslendinga nú vera á krossgötum í kórónuveirufaraldrinum.

Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC

Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands.

Auknar líkur á eldingum í skúraveðrinu

Í dag og fram til föstudags er útlit fyrir hæga breytilega átt víðast hvar um landið. Skýjað verður að mestu og skúrir en auknar líkur eru á eldingum í skúraveðrinu.

Yljar sér enn við að hafa pissað upp á jökli á Íslandi

Game of Thrones stjarnan Kit Harrington er sannkallaður Íslandsvinur eftir að hafa eytt dágóðum tíma hér á landi við gerð þáttanna ofurvinsælu. Hann segir að eitt augnablik hér á landi nýtist honum alltaf þegar hann verður pirraður í vinnunni.

Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins.

Bíða eftir hver áhrif mannamóta helgarinnar verða

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, gerir fastlega ráð fyrir því að smittölur gærdagsins verði á svipuðu róli og undanfarna daga. Hann segir að það verði áhugavert að sjá hvaða áhrif ferðalög og mannamót verslunarmannahelgarinnar muni hafa á faraldurinn.

Amazon fær risasekt frá Lúxemborg

Bandaríski netverslunarrisin Amazon þarf að greiða alls 886 milljónir dollara í sekt, um 107 milljarða króna, vegna brota á evrópsku persónuverndarlöggjöfinni. Amazon neitar alfarið sök.

Óttast um þátt­töku í mikilvægri klíniskri til­raun og vilja bólu­setningu sem fyrst

Foreldrar ellefu ára gamals drengs með Duchenne-sjúkdóminn hafa kallað eftir því að hann fái bólusetningu gegn Covid-19 hér á landi svo hann komist sem fyrst til Kanada, til þess að þátttaka þeirra í klíniskri tilraun á lyfi sem þau segja að hafi stórbætt lífsgæði drengsins og bróður hans, sem einnig er með Duchenne, sé ekki í hættu. Málið er í skoðun hjá sóttvarnaryfirvöldum.

112 greindust innanlands

Í gær greindust 112 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 35 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 73 voru fullbólusettir. Áttatíu voru utan sóttkvíar við greiningu.

Sjá meira