Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. ágúst 2021 12:04 Sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hafa hingað til miklu leyti byggt á tillögum sóttvarnalæknis (í bakgrunni) til heilbrigðisráðherra (í forgrunni). Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í svari Þórólfs við spurningum fréttamanna á upplýsingafundi er hann var spurður um hvernig faraldurinn þurfi að þróast til þess að hann myndi leggja til harðari aðgerðir. Núverandi takmarkanir á samkomum gilda til 13. ágúst en á sama tíma sýnir sú bylgja sem nú er í gangi lítil merki um rénun. „Ég er í stöðugu sambandi við minn ráðherra, bæði formlega og óformlega. Ég held að það sé komið að því að stjórnvöld þurfi að huga vel að því til hvaða aðgerða eigi að grípa. Það er ekki víst að ég á þessum tímapunkti leggi til einhverjar ákveðnar aðgerðir. Við erum búin að ganga í gegnum þetta margoft með þeim aðgerðum sem við höfum gripið til. Við vitum hvað virkar og hvað ekki,“ sagði Þórólfur. Boðar annað form á næsta minnisblaði Þær samkomutakmarkanir sem settar hafa á hér á landi frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hafa að miklu leyti tekið mið af þeim tillögum sem borist hafa heilbrigðisráðherra frá sóttvarnalækni, í formi minnisblaða, nú síðast 22. júlí síðastliðinn. Nú virðist Þórólfur hins vegar ætla að senda boltann til ríkisstjórnarinnar. „Ég held að það sé núna stjórnvalda að taka ákvörðun um það, að gefnu áhættumati og útliti, hvort stjórnvöld eru tilbúin til að grípa til harðra aðgerða til að kveða niður bylgjuna hérna niður eða ekki.“ Þannig að þú kemur ekki með tillögur á minnisblaði? „Ég geri það í aðeins öðru formi en áður býst ég við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19 108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Þetta kom fram í svari Þórólfs við spurningum fréttamanna á upplýsingafundi er hann var spurður um hvernig faraldurinn þurfi að þróast til þess að hann myndi leggja til harðari aðgerðir. Núverandi takmarkanir á samkomum gilda til 13. ágúst en á sama tíma sýnir sú bylgja sem nú er í gangi lítil merki um rénun. „Ég er í stöðugu sambandi við minn ráðherra, bæði formlega og óformlega. Ég held að það sé komið að því að stjórnvöld þurfi að huga vel að því til hvaða aðgerða eigi að grípa. Það er ekki víst að ég á þessum tímapunkti leggi til einhverjar ákveðnar aðgerðir. Við erum búin að ganga í gegnum þetta margoft með þeim aðgerðum sem við höfum gripið til. Við vitum hvað virkar og hvað ekki,“ sagði Þórólfur. Boðar annað form á næsta minnisblaði Þær samkomutakmarkanir sem settar hafa á hér á landi frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hafa að miklu leyti tekið mið af þeim tillögum sem borist hafa heilbrigðisráðherra frá sóttvarnalækni, í formi minnisblaða, nú síðast 22. júlí síðastliðinn. Nú virðist Þórólfur hins vegar ætla að senda boltann til ríkisstjórnarinnar. „Ég held að það sé núna stjórnvalda að taka ákvörðun um það, að gefnu áhættumati og útliti, hvort stjórnvöld eru tilbúin til að grípa til harðra aðgerða til að kveða niður bylgjuna hérna niður eða ekki.“ Þannig að þú kemur ekki með tillögur á minnisblaði? „Ég geri það í aðeins öðru formi en áður býst ég við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19 108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19
108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43