Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Smeykir við það sem leynist í minnis­blaði Þór­ólfs

Eigendur skemmtistaða og kráa í miðbæ Reykjavíkur eru smeykir við það hvaða tillögur sóttvarnalæknir hyggst leggja til að taki gildi svo stemma megi stigu við þá nýju bylgju sem nú er farin af stað í kórónuveirufaraldrinum.

Icelandair tapaði 6,9 milljörðum en lausa­fjár­staða styrkist veru­lega

Icelandair tapaði 6,9 milljörðum á öðrum ársfjórðungi ársins samanborið við 11,4 milljarða tap á sama tíma í fyrra. Forstjóri félagsins segir viðspyrnu félagsins hafna en lausafjárstaða Icelandair styrktist verulega vegna mikillar aukningar í bókunum á flugi á seinni helmingi ársins.

Mikil hræðsla þegar lestarvagn fylltist af flóðvatni

Mikil hræðsla greip um sig í neðanjarðarlestarkerfi Zhengzhou, höfuðborg Henan-héraðs, í gær þegar vatn tók að flæða stjórnlaust inn í vagna í kjölfar gríðarmikilla flóða af völdum gífurlegrar rigningar undanfarna daga.

Gíslatökunni lokið eftir tíu tíma og afhendingu tuttugu pítsa

Lögregla hefur handtekið gíslatökumennina tvo sem héldu tveimur fangavörðum í gíslingu í fangelsinu Hällbyanstalten í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. Það tók tíu tíma að leysa pattstöðuna sem fól meðal annars í sér að fangar í sömu álmu fengu tuttugu pítsur.

Smituðum gæti fjölgað töluvert eftir daginn í dag

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, býst jafn vel við töluverðri fjölgun á smituðum einstaklingum eftir daginn í dag. Hann segir að ef ákveðið verði að grípa til hertra aðgerða innanlands til að stemma í stigu við þeirri bylgju sem nú er farin af stað sé betra að gera það sem fyrst.

Banaslys í Fljótsdal

Kona sem var í fjallgöngu í suðurdal Fljótsdals á Austurlandi í dag slasaðist og lést hún af völdum áverka sem hún varð fyrir.

Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu

Farsóttarnefnd Landspítalans beinir þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar kórónuveirusmitum fer fjölgandi. Þannig er það hvatt til þess að búa til eins konar sumarkúlu með sínum nánustu.

Allt á floti í miðhluta Kína

Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti.

Sjá meira