Sex handteknir eftir slagsmál í göngugötunni Sex voru handteknir eftir að slagsmál brutust út í göngugötunni í miðbæ Akureyrar í kvöld. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús. 20.7.2021 21:56
Fingralauss fjallagarps saknað Umfangsmikil leit að suður-kóreska fjallagarpinum Kim Hong-bin er í bígerð. Hans er saknað eftir að hann komst upp á topp hins 8.407 metra háa Broad Peak á landamærum Pakistans og Kína. 20.7.2021 21:48
Yfir 27 stiga hiti á Norðausturhorninu Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við landsmenn á Norðausturhorni landsins í dag. Hiti mældist víða yfir 27 gráðum. 20.7.2021 20:17
„Löngunin til að vera á Íslandi sterkari en svo að ég láti enn eitt prófið hindra það“ Undirbúningur að hertum aðgerðum á landamærunum sem taka gildi á mánudaginn stendur nú yfir á Keflavíkurflugvelli. Ferðamenn sem komu hingað til lands í dag telja ólíklegt að krafan um neikvætt próf við Covid-19 hefði komið í veg fyrir ferðalag þeirra hingað, hefðu hinar nýju reglur verið í gildi í dag. 20.7.2021 19:23
Biðlar til Íslendinga að fara í sýnatöku sem fyrst eftir komu til landsins Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til þeirra sem eru bólusettir eða eru með sögu um fyrri COVID-19 sýkingu og eru búsettir á Íslandi, eða hafa hér tengslanet, að fara í sýnatöku vegna COVID-19 við komuna hingað til lands þrátt fyrir neikvætt PCR- eða antigen próf, sem tekið var fyrir brottför. 20.7.2021 18:55
Nýtt farsóttarhótel opnað þar sem hitt var að fyllast Rauði krossinn hefur opnað nýtt farsóttarhús á Hótel Rauðará í Reykjavík þar sem farsóttarhúsið Lind er orðið svo til fullt. Búist er við að áframhaldandi fjölda sýktra á næstu dögum. 20.7.2021 17:24
Ólafur segist leysa pattstöðu með því að bjóða sig ekki fram Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir lögfræðingur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkjurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Ólafur Ísleifsson alþingismaður býður sig ekki fram á listanum, að eigin sögn svo leysa megi pattstöðu sem upp var komin. 19.7.2021 22:20
Saka kínversk yfirvöld um umfangsmikla tölvuárás á Microsoft Evrópusambandið og yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa sakað kínversk yfirvöld um að hafa staðið að baki umfangsmikilli tölvuárás á bandaríska tæknirisann Microsoft, fyrr á þessu ári. 19.7.2021 20:55
Hættan á nýrri bylgju hræðir fjárfesta víða um heim Það var víðar en á Íslandi þar sem rauður dagur sást í kauphöllum. Hlutabréfavísitölur víða um heim féllu í dag, ástæðan er rakin til ótta fjárfesta við að ný bylgja kórónuveirufaraldursins geti farið af stað, auk vaxandi spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna. 19.7.2021 19:45
Úr greiningardeildinni í lögreglustjóraembætti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Birgi Jónasson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 19. júlí. 19.7.2021 17:56