Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Fellst á tillöguna um að hefja söluferli Íslandsbanka

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að undirbúningur verði hafinn að söluferli Íslandsbanka. Stefnt er að því að selja allt að 25 prósenta hlut ríkisins í bankanum í fyrstu og stærri hluta síðar.

Yfirdeildin staðfesti að ríkið hefði ekki brotið á Gesti og Ragnari

Íslenska ríkið braut hvorki gegn Gesti Jónssyni né Ragnari Hall þegar lögmennirnir voru sektaðir um eina milljón króna hvor fyrir að segja sig frá málsvörn í Al-Thani málinu árið 2013. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun fyrri dóm dómstólsins í málinu.

Heimila notkun á bóluefni Pfizer á Íslandi

Lyfjastofnun hefur veitt bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni skilyrt markaðsleyfi hér á landi. Nú verður hægt að hefja bólusetningar hér á landi með bóluefninu þegar það verður tiltækt.

Biden fékk bóluefnið í beinni

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir kórónuveirunni. Bólusetningin fór fram í beinni útsendingu í von um að það sýni Bandaríkjamönnum að bólusetningarnar gegn Covid-19 séu almennt öruggar.

John Snorri alls ekki sá eini sem er að reyna sigra K2

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem freistar þess að verða sá fyrsti sem kemst á topp K2-fjallsins að vetri til. Þrír aðrir hópar eru með ferðir í undirbúningi á næstu vikum og dögum, þar á meðal maðurinn sem John Snorri gagnrýndi eftir að hætta þurfti við síðustu atlögu hans að toppi fjallsins.

Sjá meira