Fellst á tillöguna um að hefja söluferli Íslandsbanka Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að undirbúningur verði hafinn að söluferli Íslandsbanka. Stefnt er að því að selja allt að 25 prósenta hlut ríkisins í bankanum í fyrstu og stærri hluta síðar. 22.12.2020 18:15
Yfirdeildin staðfesti að ríkið hefði ekki brotið á Gesti og Ragnari Íslenska ríkið braut hvorki gegn Gesti Jónssyni né Ragnari Hall þegar lögmennirnir voru sektaðir um eina milljón króna hvor fyrir að segja sig frá málsvörn í Al-Thani málinu árið 2013. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun fyrri dóm dómstólsins í málinu. 22.12.2020 10:24
Heimila notkun á bóluefni Pfizer á Íslandi Lyfjastofnun hefur veitt bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni skilyrt markaðsleyfi hér á landi. Nú verður hægt að hefja bólusetningar hér á landi með bóluefninu þegar það verður tiltækt. 21.12.2020 22:33
Apple sagt stefna á framleiðslu rafbíla árið 2024 Bandaríski tæknirisinn Apple er sagður stefna á að hefja framleiðslu sjálfkeyrandi rafbíla árið 2024. 21.12.2020 22:09
Biden fékk bóluefnið í beinni Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir kórónuveirunni. Bólusetningin fór fram í beinni útsendingu í von um að það sýni Bandaríkjamönnum að bólusetningarnar gegn Covid-19 séu almennt öruggar. 21.12.2020 21:04
Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21.12.2020 17:26
Viðskipti ársins 2020: Ókyrrð hjá Icelandair, konan sem lagði Pennann og allur maturinn sem fór í ruslið Kórónuveirufaraldurinn setti bæði langt og mikið strik í reikning íslenskra fyrirtækja á árinu með tilheyrandi atvinnuleysi, lokunum, tekjufalli og öðrum áföllum. 21.12.2020 09:01
Fréttamyndbönd ársins 2020: Aur og snjór á fleygiferð, Steypubílseftirförin og kappræður á suðupunkti Árið 2020 hefur verið viðburðarríkt í meira lagi og sumt af því því sem gerðist náðist meira að segja á myndband. Í þessari yfirferð verður farið yfir þau fréttamyndbönd sem vöktu hvað mesta athygli á Vísi á árinu. 20.12.2020 07:01
John Snorri alls ekki sá eini sem er að reyna sigra K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem freistar þess að verða sá fyrsti sem kemst á topp K2-fjallsins að vetri til. Þrír aðrir hópar eru með ferðir í undirbúningi á næstu vikum og dögum, þar á meðal maðurinn sem John Snorri gagnrýndi eftir að hætta þurfti við síðustu atlögu hans að toppi fjallsins. 17.12.2020 09:01
Bikblæðingar minnka en gætu versnað aftur vegna hækkandi hitastigs Svo virðist sem að bikblæðingar á þjóðvegi 1 frá Borgarnesi í Skagafjörð hafi farið minnkandi undanfarinn sólarhring. Vegagerðin hefur þó áhyggjur af að ástandið gæti versnað með hækkandi hitastigi þegar líður á daginn. 16.12.2020 12:16