Fær ekki krónu vegna úra og skartgripa sem fundust ekki hjá lögreglu Héraðsdómur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu fyrrverandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Hann vildi fá sextán milljónir frá ríkinu vegna verðmæta sem tekin voru af heimili hans við húsleit lögreglu. 23.10.2020 10:52
Innkalla barnapeysur vegna kyrkingarhættu UNICEF á Íslandi hefur innkallað hettupeysur í barnastærð sem voru settar í sölu sem hluti af fjáröflun fyrir starfsemi samtakanna. Bönt í hettum eða hálsmáli á þessari tilteknu stærð af peysunni geta valdið hætti á kyrkingu. 21.10.2020 15:50
Tugmilljóna kröfu Sjóvár vegna vanhertra bolta vísað frá Tugmilljóna fjárkröfu tryggingafélagsins Sjóvár á hendur vélsmiðjunni Hamar og tryggingafélaginu VÍS hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur, þrátt fyrir að dómurinn telji að vélsmiðjan hafi borið fulla ábyrgð á bilun í skipinu Birtingi 21.10.2020 14:20
Sprettur Helga og viðbrögð Katrínar vekja heimsathygli Það er óhætt að segja að jarðskjálftinn stór sem reið yfir Suvesturhorn landsins hafi vakið athygli landsmanna, en svo virðist sem að hann hafi einnig vakið viðbrögð út fyrir landsteinana. 21.10.2020 13:07
Samherji bætir aftur við sig í Eimskip og gerir yfirtökutilboð Samherji Holding ehf., annar helmingur Samherjasamstæðunnar, hefur á ný eignast meira en 30 prósenta hlut í Eimskipafélagi Íslands og mun félagið gera yfirtökutilboð til allra hluthafa Eimskipafélagsins. Ekki er stefnt að afskráningu félagsins úr kauphöllinni. 21.10.2020 12:11
Ekki nógu mikil árvekni orsakaði strand Ópals Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að orsök strands farþegaskipsins Ópals við Lundey í febrúar á þessu ári hafi verið sú að mikilvæg árvekni við stjórn skipsins hafi ekki verið viðhöfð í aðdraganda strandsins. 21.10.2020 09:00
Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20.10.2020 15:56
„Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20.10.2020 14:16
Nýjasta Star Trek serían hefst á brotlendingu á Hverfjalli Ísland leikur lykilhlutverk í fyrsta þætti nýjustu þáttaraðar Star Trek: Discovery þáttanna. 20.10.2020 13:30
Útilokar ekki slysaskot en athæfi Gunnars talið úrslitaatriði Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. 20.10.2020 12:59