Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Áslaug Arna safnar sögum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun á morgun mæla fyrir frumvarpi hennar um mannanöfn sem hefur það að markmiði að rýmka þau lög sem gilda um mannanöfn frá núgildandi lögum. Áslaug segist safna sögum frá þeim sem eru ósáttir með núverandi kerfi.

Trump segist ónæmur og hvergi banginn

Donald Trump segir að staðfesting lækna hans á því að hann sé ónæmur gagnvart Covid-19 eftir kórónuveirusmit geri það að verkum að hann geti aftur farið á fullt í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði.

Vill opinber vottorð svo þeir sem eru með mótefni geti hjálpað

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands og eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, veltir því fyrir sér af hverju yfirvöld í ríkjum heimsins gefi ekki út opinber smitvottorð til þeirra sem smitast hafi af kórónuveirunni og myndað mótefni.

Guðmundur á Núpum fær tvö ár á skilorði

Guðmundur A. Birgisson, oft kenndur við Núpa í Ölfusi, hefur verið dæmdur í tveggja ára skiloðsbundið fangelsi fyrir skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans.

Þurfa að koma með eigin penna til að kjósa

Litháar ganga til þingkosninga á morgun í kosningum sem litið er á sem mælikvarða á það hvort íbúar landsins séu ánægðir með aðgerðir ríkisstjórnar Saulius Skvernelis forsætisráðherra gegn kórónuveirufaraldrinum eða ekki.

Lést í húsbílabrunanum

Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband.

Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins

Sjá meira