Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Reyna mun á nýtt undirlag Laugardalsvallar ef veðurspár reynast réttar um mikla snjókomu á morgun fyrir leik Íslands við Norður-Írland í Þjóðadeild kvenna. Vallarstjóri kveðst öllu búinn en vonast eftir minni úrkomu en meiri. 27.10.2025 19:30
Túfa rekinn frá Val Srdjan Tufedgzic, Túfa, þjálfara karlaliðs Vals, hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Aðstoðarmenn hans hafa einnig lokið störfum. 27.10.2025 15:57
Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juan Manuel Ochotorena, fyrrum markvarðaþjálfari hjá Liverpool og Valencia, er látinn 64 ára að aldri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá spænska félaginu. 27.10.2025 15:16
„Varnarleikurinn er bara stórslys“ Lið Liverpool varð um helgina fyrsta Englandsmeistaraliðið í sögunni sem tapar fjórum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla, segir margt mega betur fara hjá liðinu. 27.10.2025 12:31
Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag. Ísland spilar við Norður-Írland í umspili Þjóðadeildarinnar á morgun. 27.10.2025 11:46
„Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ KR og Vestri berjast fyrir lífi sínu í Bestu deild karla í fótbolta. Þau leika hreinan úrslitaleik í lokaumferð deildarinnar á Ísafirði í dag. KR hefur aðeins fallið einu sinni í 126 ára sögu félagsins og mikið undir hjá Vesturbæjarstórveldinu. 25.10.2025 08:02
Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Brann vann í fyrrakvöld einn sinn stærsta sigur í sögu liðsins þegar það malaði lið Rangers frá Glasgow 3-0. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, segir kvöldið hafa verið einstakt og vonast til að það skili frekari orku fyrir spennandi lokakafla á tímabilinu. 25.10.2025 07:01
Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Hugi Halldórsson, stjórnarmaður hjá KKÍ, hefur reglulega auglýst erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet, bæði á samfélagsmiðlinum X sem og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Framkvæmdastjóri sambandsins vildi lítið tjá sig um málið. 24.10.2025 10:01
Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Mál Kristófers Acox vegna auglýsingar á ólöglegri veðmálastarfsemi er enn til skoðunar hjá KKÍ sem hefur fengið fleiri ábendingar á þeim nótum. Framkvæmdastjóri sambandsins kallar eftir breytingum á úreltri löggjöf með það fyrir augum að erlend veðmálafyrirtæki séu skattskyld hérlendis. 24.10.2025 08:02
Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Leikur Feyenoord við Panathinaikos í Evrópudeildinni í fótbolta mun fara fram klukkan 19:00 í kvöld í Rotterdam. Það er upprunalegur leiktími en honum var í morgun flýtt til 14:30 vegna veðurviðvörunar en seinkað aftur seinni partinn. 23.10.2025 15:19