Skýrsla Vals: Söguleg snilld Eftir sjö töp í sjö leikjum kom fyrsti sigur íslensks kvennalandsliðs á Evrópumóti í kvöld. Mikilvægum áfanga náð í vegferð þessa liðs sem ætlar sér enn meira. 1.12.2024 23:17
„Þær eru svolítið þyngri“ „Þetta leggst bara vel í mig. Við erum búnar að hvíla vel núna og undirbúa liðið vel. Mér finnst stelpurnar mjög stemmdar,“ segir aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Ágúst Jóhannsson fyrir leik kvennalandsliðs Íslands við Úkraínu á EM í Innsbruck. 1.12.2024 18:19
Fullt af möguleikum í þessu Andrea Jacobsen er spennt fyrir komandi leikjum hjá íslenska kvennalandsliðinu í handbolta á EM í Innsbruck. Liðið mætir Úkraínu í kvöld. 1.12.2024 14:03
Stelpur sem geta lúðrað á markið Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, segir stórtap Úkraínu fyrir Þýskalandi í fyrsta leik á EM ekki gefa til kynna að leikur Íslands við þær úkraínsku í dag verði auðveldur. 1.12.2024 12:01
„Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Þetta var bara svekkjandi. Við spiluðum mjög góðan leik og leiðinlegt að fá ekki stig út úr þessu,“ segir skyttan Thea Imani Sturludóttir um leik Íslands við Holland á EM. Úkraína bíður í dag. 1.12.2024 08:03
„Ég þarf smá útrás“ „Ég var ofboðslega svekkt af því að þetta var þarna, við hefðum getað þetta og allt það. Á sama tíma rosalega stolt af okkar frammistöðu, með hvaða hugarfari við komum inn í þennan leik og hvað við sýndum hvað í okkur býr,“ segir landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir um leik Íslands við Holland á EM í Innsbruck í gær. 30.11.2024 22:30
„Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur engan tíma til að spá í Alþingiskosningar dagsins. Eftir leik við Holland í gær er sá næsti við Úkraínu á morgun. 30.11.2024 16:31
Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Það vantaði svo lítið upp á. Maður þurfti að anda aðeins og stilla sig af áður en sest var að skrifum eftir þennan leik stelpnanna okkar við Hollendinga. Djöfull vorum við nálægt þessu. 29.11.2024 22:02
Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Þetta er súrsætt. Súrt að við náðum ekki að fá stig út úr þessu því við vorum alveg á sama stigi og þær, en við erum glöð að vera á þeim stað sem við sýndum í dag,“ segir Elín Jóna Þorsteinsdóttir. Hún var mögnuð í marki Íslands í dag gegn Hollandi, á EM í handbolta. 29.11.2024 19:42
„Maður er hálf meyr“ „Vá, þetta er rosamikil blanda af svekkelsi en er á sama tíma gríðarlega stolt af liðinu fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, annar fyrirliða kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir naumt tveggja marka tap fyrir Hollandi í fyrsta leik liðsins á EM. 29.11.2024 19:24