Fáklæddur maður hafði í hótunum við ungar stúlkur Karlmaður á stuttbuxum einum klæða var handtekinn á Seltjarnarnesi á fimmta tímanum síðdegis í gær. Hann hafði haft í hótunum við ungar stúlkur. 15.4.2022 07:40
Stunguárás í miðbænum í nótt Tveir karlmenn voru handteknir á fimmta tímanum í nótt eftir að hafa stungið mann með eggvopni fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt. 15.4.2022 07:26
Vaktin: Sprengingar heyrðust í Kænugarði Rússnesk stjórnvöld segja að Úkraínuher hafi sent þyrlur inn í lofthelgi Rússa. Þar hafi flugmenn skotið sprengjum á byggingar í þorpinu Klimovo í Brjanskfylki. Rússar hafa áður haldið sams konar ásökunum á lofti, en Úkraínumenn neituðu þeim. 14.4.2022 16:20
Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14.4.2022 12:00
Hefja rannsókn eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana Lögreglan í Michigan-ríki í Bandaríkjunum rannsakar nú mál hvíts lögreglumanns sem skaut hinn 26 ára Patrick Lyoya, sem var svartur, til bana. Myndbönd sýna átök milli Lyoya og ónefnds lögreglumanns vegna rafbyssu, sem enduðu með því að lögreglumaðurinn skaut Lyoya. Mótmælendur krefjast þess að lögreglumaðurinn verði nafngreindur. 14.4.2022 08:49
Svona verður veðrið um páskana Útlit er fyrir að í dag, skírdag, verði suðaustanátt og víðast hvar strekkingur. Búast má við rigningu eða súld. Nokkuð þungbúið verður sunnanlands eftir hádegi en á norðaustanverðu landinu er útlit fyrir litla eða enga úrkomu. Hiti er víða um land á uppleið og verður á bilinu sex til tólf stig. 14.4.2022 07:10
Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11.4.2022 22:55
Britney Spears á von á barni Bandaríska söngkonan Britney Spears á von á barni með unnusta sínum, Sam Asghari. 11.4.2022 20:02
Munu biðja Sigurð Inga um að skýra hver ummælin voru Nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis segir að ef miðað er við lýsingar Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gerst brotlegur við siðareglur þingsins með ummælum sínum í hennar garð. Það eigi þó eftir að koma í ljós. 11.4.2022 19:07
Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir afsögn fjármálaráðherra Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 11.4.2022 18:17