Birti eina af síðustu myndunum af Betty White sem hefði orðið hundrað ára Aðstoðarkona Betty White heitinnar, bandarísku leikkonunnar sem lést síðastliðinn gamlársdag, birti í fyrradag mynd sem hún sagði vera meðal þeirra síðustu sem teknar voru af leikkonunni. Myndina birti hún í tilefni þess að White hefði fagnað hundrað ára afmæli í gær. 19.1.2022 08:01
Telur kynferðisbrot einu skýringuna á andlegu erfiðleikunum Sálfræðingur sem Ragnhildur Eik Árnadóttir, brotaþoli í nauðgunarmáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni, leitaði til sagði við meðferð málsins að Ragnhildur hefði sýnt mörg einkenni sem algeng væru í kjölfar kynferðisbrota. Ragnhildur leitaði til hennar árið 2018, en meint brot Jóhannesar áttu sér stað í byrjun árs 2012. 19.1.2022 07:01
Svona var 195. upplýsingafundurinn vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar um stöðu Covid-faraldursins hér á landi, klukkan 11 í dag. Fundinum verður streymt beint hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 19.1.2022 06:00
Hætt við að börn sem sæta ítrekað sóttkví dragist aftur úr í námi Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af því að börn kunni að dragast aftur úr í námi, þurfi þau ítrekað að sæta sóttkví eða einangrun. Þá séu dæmi þess að foreldrar haldi börnum sínum heima í verndarsóttkví, þar sem þau sjálf eða heimilismenn séu í áhættuhópi. 18.1.2022 23:31
Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. 18.1.2022 21:03
Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“ Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter. 18.1.2022 19:21
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landspítalinn telur tímabært að fara að endurskoða viðbragð sitt í heimsfaraldrinum með tilliti til vægari veikinda. Vatnaskil hafi orðið og því komi til greina að fækka fjölda starfsmanna á hvern Covid-sjúkling. Þá sé ástæða til að íhuga að létta á sóttvarnaaðgerðum. 18.1.2022 18:01
Segir mál meðhöndlarans hafa skemmt mikið fyrir systur sinni Systir brotaþola í fimmta nauðgunarmáli ákæruvaldsins á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni kom fram sem vitni við aðalmeðferð málsins í síðustu viku. Þar bar hún meðal annars um hrakandi líðan systur sinnar eftir að meint ofbeldi átti sér stað og sagðist sem læknir ekki vita til þess að það sem Jóhannesi er gefið að sök geti talist vera meðferð við þeim verkjum sem brotaþoli ætlaði að fá Jóhannes til að meðhöndla. 18.1.2022 07:01
„Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. 17.1.2022 22:01
Magnús Guðmundsson er látinn Magnús Guðmundsson er látinn, 88 ára að aldri. Hann var einn þekktasti íþróttamaður Akureyringa. Hann lést á heimili sínu í Montana í Bandaríkjunum í gær. 17.1.2022 19:54