Vésteinn Örn Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Hyggst kveða niður hungur­vofur og rétta hlut lands­byggðarinnar

Líkt og greint var frá í gær hefur tónlistar- og athafnamaðurinn Jakob Frímann Magnússon tekið efsta sæti á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar í september. Hann segist brenna fyrir því að rétta hlut þeirra sem minnst hafa á milli handanna og vill færa landsbyggðinni lífsgæði sem af mörgum höfuðborgarbúum eru talin sjálfsögð.

Vilja skoða önnur úr­ræði vegna sótt­kvíar barna

Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er velt upp hvort ekki sé hægt að beita vægari úrræðum en sóttkví heilu bekkjanna og árganganna þegar smit koma upp í skólum. Hraðpróf hljóti að koma til álita ef ekki eigi að lama skólastarf ítrekað í vetur, og þar með samfélagið allt.

Einn ísraelsku ferða­mannanna talinn of veikur til að fljúga heim

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að flutningum á fimm ísraelskum ferðamönnum sem greinst hafa með kórónuveiruna út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan munu þeir fljúga með sjúkraflugi aftur til heimalandsins. Til stóð að flytja einn ferðamann til viðbótar, en ákveðið var að slá því á frest þar sem hann var metinn of veikur til að öruggt væri að flytja hann.

Um hundrað hafi greinst með veiruna í gær

Um það bil hundrað manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Opinberar tölur verða þó ekki birtar fyrr en um klukkan ellefu.

Eyddi brúð­kaups­deginum í ein­angrun

Þau Íris Rós Ragnhildardóttir og Árni Beinteinn Árnason gátu ekki haldið draumabrúðkaupið sitt, eins og til stóð að gera í gær. Íris greindist með kórónuveiruna nokkrum dögum fyrir stóra daginn og er því reglum samkvæmt í einangrun.

Kannast ekki við skyndi­lega lömun ungrar konu eftir bólu­setningu

Í gær birtist myndband á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ung kona segir frá því að hafa lamast fyrir neðan mitti í kjölfar örvunarbólusetningar með bóluefni Moderna. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa heyrt af málinu. Tilkynning um það gæti þó átt eftir að berast.

Sjá meira