Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 17. ágúst 2021 11:47 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. Um 11.000 fengu boðun í gær en um 5.500 mættu. Mætingarhlutfall í morgun hefur verið svipað og í gær. „Við myndum vilja sjá fleiri. Við erum líka búin að búa okkur undir það, bæði manna og blanda efni og svona. Þá myndum við vilja koma þessu öllu út,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni í samtali við fréttastofu. Hún segir ekkert efni hafa farið til spillis í gær, þar sem afgangsefni hafi farið til íbúa hjúkrunarheimila. „Það gekk mjög vel, en þess vegna erum við að gæta okkar í dag að fara alls ekki umfram.“ Þeir sem fengu bóluefni Janssen verða einnig boðaðir í örvunarskammt á morgun. Þá hafa þeir sem eru 90 ára og eldri fengið boðun í örvunarskammt á fimmtudag. „Við erum að óska eftir því að þeir sem eru fæddir fyrri hluta árs komi milli klukkan tíu og ellefu og þeir sem eru fæddir seinni hluta árs komi milli ellefu og tólf. Þetta á við alla sem eru 90 ára og plús,“ segir Ragnheiður. Þá er áfram bólusett í húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut. Þar býðst þeim sem ekki hafa þegar fengið bólusetningu eða eru hálfbólusettir að koma og fá sprautu. „Við erum með öll efnin þar í gangi. Hvort sem það er Pfizer, Moderna, AstraZeneca eða Janssen, alltaf milli tíu og þrjú alla daga,“ segir Ragnheiður og bætir við að um 800 til 1.000 manns á dag hafi lagt leið sína í bólusetningu þar frá því sumarfríi heilsugæslunnar lauk. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Um 11.000 fengu boðun í gær en um 5.500 mættu. Mætingarhlutfall í morgun hefur verið svipað og í gær. „Við myndum vilja sjá fleiri. Við erum líka búin að búa okkur undir það, bæði manna og blanda efni og svona. Þá myndum við vilja koma þessu öllu út,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni í samtali við fréttastofu. Hún segir ekkert efni hafa farið til spillis í gær, þar sem afgangsefni hafi farið til íbúa hjúkrunarheimila. „Það gekk mjög vel, en þess vegna erum við að gæta okkar í dag að fara alls ekki umfram.“ Þeir sem fengu bóluefni Janssen verða einnig boðaðir í örvunarskammt á morgun. Þá hafa þeir sem eru 90 ára og eldri fengið boðun í örvunarskammt á fimmtudag. „Við erum að óska eftir því að þeir sem eru fæddir fyrri hluta árs komi milli klukkan tíu og ellefu og þeir sem eru fæddir seinni hluta árs komi milli ellefu og tólf. Þetta á við alla sem eru 90 ára og plús,“ segir Ragnheiður. Þá er áfram bólusett í húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut. Þar býðst þeim sem ekki hafa þegar fengið bólusetningu eða eru hálfbólusettir að koma og fá sprautu. „Við erum með öll efnin þar í gangi. Hvort sem það er Pfizer, Moderna, AstraZeneca eða Janssen, alltaf milli tíu og þrjú alla daga,“ segir Ragnheiður og bætir við að um 800 til 1.000 manns á dag hafi lagt leið sína í bólusetningu þar frá því sumarfríi heilsugæslunnar lauk.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira