Daði nálægt efstu þremur samkvæmt veðbönkum Lagið 10 Years með Daða og Gagnamagninu, sem er framlag Íslands í Eurovision í ár, er af veðbönkum talið þriðja til fimmta líklegasta lagið til að bera sigur úr býtum í keppninni í ár. 14.3.2021 10:46
Ítalir stefna á að hraða bólusetningum til muna Ítölsk stjórnvöld hyggjast vera búin að bólusetja minnst áttatíu prósent ítölsku þjóðarinnar við kórónuveirunni fyrir septemberlok á þessu ári. Stjórnvöld hafa mátt þola gagnrýni fyrir hægan gang bólusetninga í landinu, sem er eitt þeirra Evrópuríkja sem verst hefur orðið fyrir kórónuveirufaraldrinum. 14.3.2021 09:39
Tóku íþróttasalinn í gegn og úr varð fullbúið leikhús Það heyrir almennt ekki til tíðinda að framhaldsskólar setji á svið leikrit, tónleika eða söngleiki, enda hefur slíkt tíðkast hjá nemendafélögum víðs vegar um landið svo lengi sem elstu stúdentar muna. Á tímum kórónuveirunnar hefur það þó reynst menntaskólanemum ærið verkefni, þar sem samkomutakmarkanir og minna aðgengi að sýningarstöðum hefur haft sitt að segja. 13.3.2021 17:08
Þórhildur Sunna, Álfheiður og Björn Leví í efstu sætum í prófkjöri Pírata Úrslit úr prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmum liggja nú fyrir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður flokksins, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, en Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður í Suðurkjördæmi. 13.3.2021 16:57
Úrslitaeinvígið í Íslandsbikarnum hafið Nú er teflt til úrslita á Íslandsbikarnum í skák, en tveir stigahæstu skákmenn landsins, þeir Hjörvar Steinn Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson mætast í úrslitaeinvíginu. Sigur tryggir farseðilinn á heimsbikarmótið í skák. 13.3.2021 15:49
Landsréttur segir lögreglu heimilt að kalla verjanda í skýrslutöku Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um heimild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að taka skýrslu af verjanda Íslendings sem sætir nú farbanni vegna rannsóknar á hinu svokallaða Rauðagerðismáli. 13.3.2021 14:47
Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13.3.2021 13:58
Ekki hægt að opna gamla Suðurstrandarveg að fullu vegna grjóthrunshættu Bæjaryfirvöldum í Grindavík hafa borist ábendingar um að gamli Suðurstrandarvegurinn sé lokaður. Það geti skapað hættu ef það gjósi vestan við Grindavík og komi til rýmingar um Suðurstrandarveg. Atli Geir Júlusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs hjá bænum segir ekki hægt að opna allan veginn að svo stöddu vegna hættu á grjóthruni. 13.3.2021 13:09
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um áframhaldandi skjálftavirkni á Reykjanesskaga og nýjustu upplýsingar um hvort gos kunni að hefjast á svæðinu. Rætt verður við sérfræðing hjá Veðurstofu Íslands sem greinir frá nýjustu upplýsingum. 13.3.2021 11:45
Mál Þóru gegn Óperunni fær áfrýjunarleyfi hjá Landsrétti Landsréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni söngkonunnar Þóru Einarsdóttur í máli hennar á hendur Íslensku óperunni vegna meintra vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraði en málið fær nú að fara fyrir Landsrétt. 13.3.2021 11:21
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent