Húsleit gerð hjá fyrrum starfsmanni sem sakaði ráðuneytið um að falsa veirutölur Lögreglan í Flórídaríki í Bandaríkjunum gerði í dag húsleit hjá tölfræðingnum Rebekuh Jones, en hún kom að gerð gagnagrunns sem heldur utan um framgang kórónuveirufaraldursins í ríkinu. 8.12.2020 19:10
„Lokaspretturinn er að hefjast“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að sem flestir Íslendingar láti bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá segir hún tilefni til bjartsýni til nýs árs. Nú sé lokaspretturinn í baráttunni við veiruna að hefjast. 8.12.2020 17:24
Móðurmissirinn hafi engin áhrif haft á kröfu um afsögn án tafar Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir ríkisstjórnina hafa misst fótanna í Landsréttarmálinu í fyrra og ætlað að láta það snúast um hana sem persónu. Það hafi ekki verið eitthvað sem hún hafi ætlað að sitja undir og því sagt af sér sem dómsmálaráðherra. 6.12.2020 18:12
Svala stendur þétt við bak kærastans Svala Björgvinsdóttir söngkona segir kærasta sinn eina yndislegustu manneskju sem hún þekki. Þetta segir Svala á Instagram-síðu sinni þar sem hún bregst við fréttaflutningi af ákæru á hendur kærastanum Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni. 6.12.2020 17:34
Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. 6.12.2020 14:40
Hóflega bjartsýnn og hvetur fólk til að slaka ekki á verðinum Rögnvaldur Ólafsson, aðstöðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að nýjustu tölur um Covid-smit hér á landi gefi tilefni til hóflegrar bjartsýni. Fjórir greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og voru þeir allir í sóttkví. 6.12.2020 12:05
Fjórir greindust með veiruna í gær og voru allir í sóttkví Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Enginn var utan sóttkvíar við greiningu. 6.12.2020 10:53
Jólalega jólalagið Það eru jól með GÓSS Tríóið GÓSS steig á svið í þættinum Föstudagskvöldi með Gumma Ben og Sóla, sem sýndur var á Stöð 2 á föstudag og flutti lagið Það eru jól. 6.12.2020 10:32
Kolbeinn skýtur föstum skotum á Brynjar: „Þetta er orðið ansi hreint þreytt hjá honum“ Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, er afar gagnrýninn á starfsbróður sinn á þingi, Brynjar Níelsson, í Facebook-færslu sem hann birti í kvöld. Hann segist farinn að halda að Brynjar hafi ekki aðeins sleppt því að mæta á nefndarfundi, „heldur sleppt því að vera vakandi og fylgjast með nokkru síðustu mánuði.“ 24.11.2020 22:57
Öryggisstjóri Apple ákærður fyrir að reyna að múta lögreglu með iPad-tölvum Thomas Moyer, alþjóðaöryggisstjóri hjá tæknifyrirtækinu Apple, hefur verið ákærður fyrir að hafa reynt að múta lögreglumönnum. Hann er sagður hafa boðið þeim hundruð iPad-spjaldtölva í skiptum fyrir að Apple-starfsmönnum yrði leyft að bera vopn. 24.11.2020 22:09