Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30.10.2020 23:00
Beckham-hjón gera milljarðasamning við Netflix Stjörnuhjónin David og Victoria Beckham hafa gert samning við Netflix um gerð heimildamyndar um líf þeirra hjóna, samkvæmt dægurmiðlum ytra. 30.10.2020 22:14
Grímuskylda í Strætó hert Grímuskylda fyrir öll fædd fyrir árið 2015 tekur gildi í Strætó á morgun, samhliða hertum sóttvarnaaðgerðum sem tilkynnt var um í dag. 30.10.2020 21:44
Hertar aðgerðir í Belgíu frá og með morgundeginum Stjórnvöld í Belgíu hafa ákveðið að grípa til enn harðari samfélagslegra takmarkana en undanfarið hafa verið í gildi til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 30.10.2020 19:43
Uppsagnir hjá Landsbankanum Sjö manns hefur verið sagt upp í tengslum við skipulagsbreytingar hjá Landsbankanum 28.10.2020 06:00
Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 27.10.2020 23:37
Björn Ingi segir enga kröfu um gjaldþrotaskipti hafa borist Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem heldur úti Viljanum, segir enga kröfu um gjaldþrotaskipti á Útgáfufélagi Viljans hafa borist. Þrátt fyrir það er fyrirtaka um beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um gjaldþrotaskipti á dagskrá í héraði. 27.10.2020 22:49
Óhefðbundin aðferð Mikaels við að klæða sig í treyjuna vekur mikla athygli Myndband af íslenska landsliðsmanninum Mikael Neville Anderson að klæða sig í treyju hefur vakið mikla athygli netverja. 27.10.2020 22:35
Íslendingur á flótta grunaður um barnaníð handtekinn á Spáni Lögreglan á Spáni hefur handtekið íslenskan karlmann búsettan í Danmörku sem grunaður er um að hafa misnotað dóttur sína kynferðislega. 27.10.2020 21:44
Farið fram á gjaldþrotaskipti á útgáfufélagi Viljans Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur farið fram á að útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. 27.10.2020 21:33