Ferðamenn lentu á Íslandi og vissu ekki af kröfunni um sóttkví Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum. 19.8.2020 20:58
Segja fyrirtæki í eigu Samherja hafa greitt fyrir kvóta í gegn um lögmannsstofur Namibískt dótturfyrirtæki Samherja greiddi fyrir aflaheimildir með millifærslum inn á reikning tveggja lögmannsstofa. Þetta kemur fram í frétt The Namibian í dag. 19.8.2020 19:35
Mun meira vitað um veiruna en fyrir nokkrum mánuðum Sérnámslæknir í lyflækningum segir að mun meira sé vitað um kórónuveiruna SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, heldur en fyrir sex mánuðum síðan. 19.8.2020 17:54
Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18.8.2020 23:32
Afhendir ekki kvittanir frá vinkonudeginum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag. 18.8.2020 22:20
Vilja tryggja allri þjóðinni aðgang að bóluefni Áströlsk stjórnvöld segjast hafa tryggt sér aðgang að lofandi bóluefni sem kann að verða notað í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. 18.8.2020 20:45
Framkvæmdum lokið og heitu vatni hleypt aftur á Verið er að hleypa heitu vatni aftur á þau hverfi höfuðborgarsvæðisins sem hafa verið heitavatnslaus frá því í nótt. Framkvæmdum lauk fyrr en áætlað var. 18.8.2020 19:42
Bílabúð Benna gert að greiða 14 milljónir vegna gallaðs Porsche Bílabúð Benna ehf. hefur verið gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. 18.8.2020 18:36
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent