Afhendir ekki kvittanir frá vinkonudeginum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2020 22:20 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag. Ferð hennar og vinkvenna þangað og út að borða hefur orðið tilefni mikillar umræðu um skýrleika tveggja metra reglunnar og hvort ráðherrann hafi brotið gegn reglugerð heilbrigðisráðherra um fjarlægðartakmörk vegna kórónuveirufaraldursins. Athygli hefur vakið að ein vinkvennanna í hópnum, Eva Laufey Kjaran, hafi auglýst fyrir Hilton Nordica á samfélagsmiðlinum Instagram í skiptum fyrir aðgang að heilsulind hótelsins og gistingu þar. Í Facebook-færslu fyrr í kvöld kvaðst Þórdís Kolbrún ekki hafa gist á hótelinu. Þá segist hún hafa greitt uppsett verð fyrir alla þá þjónustu sem henni var veitt. Fréttastofa Ríkisútvarpsins segir í frétt sinni að ráðherra hafi hafnað beiðni fréttastofunnar um að afhenda afrit af reikningum fyrir umrædda þjónustu. Svar hafi borist frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem sagt var að ekki væri unnt að ætlast til þess að „persónuleg útgjöld séu opinber gögn.“ Eins er tæpt á því persónuleg fjármál ráðherrans heyri ekki undir upplýsingalög, né starfsemi eða stjórnsýslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Að fengnu svarinu kveðst fréttastofa RÚV hafa ítrekað beiðnina um afrit, enda myndu slík afrit staðfesta að ráðherrann hefði sannarlega greitt uppsett verð fyrir veitta þjónustu. Í yfirlýsingu sem Þórdís Kolbrún birti á Facebook-fyrr í kvöld segir að hún hafi óskað eftir því að skrifstofa löggjafarmála í forsætisráðuneytinu legði mat á hvort í athæfi hennar hafi falist brot á siðareglum ráðherra. Hér að neðan má sjá álitið, eins og það birtist í Facebook-færslu Þórdísar Kolbrúnar: „Eins og mál þetta er vaxið liggur ekkert fyrir sem bendir til þess að ráðherra hafi þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum umrætt sinn. Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli. Loks skiptir hér máli að myndir af ráðherra sjálfri voru ekki merktar sem auglýsing eða samstarf, heldur er um að ræða aðrar myndir sem teknar voru sama dag. Miðað við þær forsendur sem hér er gengið út frá má því ætla að ekki sé um brot á siðareglum ráðherra eða öðrum reglum að ræða.“ Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag. Ferð hennar og vinkvenna þangað og út að borða hefur orðið tilefni mikillar umræðu um skýrleika tveggja metra reglunnar og hvort ráðherrann hafi brotið gegn reglugerð heilbrigðisráðherra um fjarlægðartakmörk vegna kórónuveirufaraldursins. Athygli hefur vakið að ein vinkvennanna í hópnum, Eva Laufey Kjaran, hafi auglýst fyrir Hilton Nordica á samfélagsmiðlinum Instagram í skiptum fyrir aðgang að heilsulind hótelsins og gistingu þar. Í Facebook-færslu fyrr í kvöld kvaðst Þórdís Kolbrún ekki hafa gist á hótelinu. Þá segist hún hafa greitt uppsett verð fyrir alla þá þjónustu sem henni var veitt. Fréttastofa Ríkisútvarpsins segir í frétt sinni að ráðherra hafi hafnað beiðni fréttastofunnar um að afhenda afrit af reikningum fyrir umrædda þjónustu. Svar hafi borist frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem sagt var að ekki væri unnt að ætlast til þess að „persónuleg útgjöld séu opinber gögn.“ Eins er tæpt á því persónuleg fjármál ráðherrans heyri ekki undir upplýsingalög, né starfsemi eða stjórnsýslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Að fengnu svarinu kveðst fréttastofa RÚV hafa ítrekað beiðnina um afrit, enda myndu slík afrit staðfesta að ráðherrann hefði sannarlega greitt uppsett verð fyrir veitta þjónustu. Í yfirlýsingu sem Þórdís Kolbrún birti á Facebook-fyrr í kvöld segir að hún hafi óskað eftir því að skrifstofa löggjafarmála í forsætisráðuneytinu legði mat á hvort í athæfi hennar hafi falist brot á siðareglum ráðherra. Hér að neðan má sjá álitið, eins og það birtist í Facebook-færslu Þórdísar Kolbrúnar: „Eins og mál þetta er vaxið liggur ekkert fyrir sem bendir til þess að ráðherra hafi þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum umrætt sinn. Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli. Loks skiptir hér máli að myndir af ráðherra sjálfri voru ekki merktar sem auglýsing eða samstarf, heldur er um að ræða aðrar myndir sem teknar voru sama dag. Miðað við þær forsendur sem hér er gengið út frá má því ætla að ekki sé um brot á siðareglum ráðherra eða öðrum reglum að ræða.“
„Eins og mál þetta er vaxið liggur ekkert fyrir sem bendir til þess að ráðherra hafi þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum umrætt sinn. Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli. Loks skiptir hér máli að myndir af ráðherra sjálfri voru ekki merktar sem auglýsing eða samstarf, heldur er um að ræða aðrar myndir sem teknar voru sama dag. Miðað við þær forsendur sem hér er gengið út frá má því ætla að ekki sé um brot á siðareglum ráðherra eða öðrum reglum að ræða.“
Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01
Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01