Leggja fram frumvarp um að fella niður launahækkanir ráðamanna Þingflokkar Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins hafa, ásamt Andrési Inga Jónssyni, lagt fram frumvarp um að fella niður launahækkun þingmanna og ráðherra frá 1. janúar 2020. 22.4.2020 20:00
Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Eigendur Landsvirkjunar samþykktu á aðalfundi fyrirtækisins í dag tillögu stjórnar um arðgreiðslu til íslenska ríkisins upp á tíu milljarða króna fyrir árið 2019. Það er rúmlega tvisvar sinnum hærri upphæð en arðgreiðsla síðasta árs, sem nam 4,25 milljörðum. 22.4.2020 18:15
Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Ekki bera allir sömu búta erfðamengis hinnar fornu manntegundar. 22.4.2020 17:34
Valgerður dregur uppsögn sína til baka Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ dregið til baka uppsagnir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. 18.4.2020 22:50
Hjaltalín skellti í óvænta tónleika Flutt voru lög af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar, í bland við eldra efni. 18.4.2020 22:39
Víðir orðinn afi: „Lífið er yndislegt“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og eiginkona hans, Sigrún María Kristjánsdóttir, eignuðust barnabarn á mánudaginn. Frá þessu greindi Víðir á Facebook-síðu sinni. 18.4.2020 21:29
Binda vonir við að íslensk uppfinning geti nýst í rannsóknum tengdum Covid-19 Læknar og vísindamenn við Johns Hopkins-háskólasjúkrahúsið í Bandaríkjunum vinna nú við rannsóknir á því hvort tæki úr smiðju íslenska fyrirtækisins Nox Medical, sem stundar svefnrannsóknir, geti nýst við meðferð Covid-sjúklinga sem leggja þarf inn á gjörgæslu. 18.4.2020 20:57
Sakar forseta Alþingis um að ljúga blákalt Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, hafa misnotað aðstöðu sína í því ástandi sem uppi er í þjóðfélaginu og ljúga síðan um það. 18.4.2020 19:17
Svona voru risatónleikarnir One World: Together at Home Hægt er að horfa á fyrri hluta viðburðarins í beinni útsendingu í þessari frétt. 18.4.2020 17:40