Borgin skoðar mál Kalla í Pelsinum Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, hefur lokað með grindverki fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu. Því hefur verið haldið fram að lokunin brjóti í bága við deiliskipulag borgarinnar. Borgin er með málið til skoðunar. 9.8.2019 12:41
Tónleikagestir fá frítt í Strætó Tónleikagestir á stórtónleikum enska söngvarans Eds Sheeran, sem fram fara á Laugardalsvelli næstkomandi laugardags- og sunnudagskvöld, fá frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu um helgina. 9.8.2019 11:32
Anna Mjöll gengin í það heilaga í þriðja sinn Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir er gengin í hjónaband í þriðja sinn á ævinni. Eiginmaður hennar er bandarískur tónlistarmaður að nafni Patrick Leonard. 9.8.2019 11:02
Icelandair hafnar tengslum við vildarpunktasíðu Vefsíðan vildarpunktar.com býður notendum peninga í skiptum fyrir vildarpunkta frá flugfélaginu Icelandair. 8.8.2019 12:31
Herskáir risamaurar væntanlegir til landsins Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, segir maurana ekki eiga nokkra möguleika á því að lifa af úti í náttúrunni hér á landi. Þess vegna verða þeir í góðu yfirlæti í búrum garðsins. 8.8.2019 10:50
Komu til Íslands á flótta en reka nú veitingastað og túlkaþjónustu Þau Hassan Raza Akbari og Zahra Mesbah Sayed Ali opnuðu í gær veitingastaðinn Afghan Style í Rimahverfinu í Grafarvogi. Staðurinn er sá fyrsti sem býður upp á afganskan skyndibita hér á landi. Hassan kom hingað til lands árið 2007 sem hælisleitandi en Zahra kom árið 2012 sem kvótaflóttamaður. 8.8.2019 08:30
Réðst að manni með hnífi og skar hann í handlegginn Lögreglan gerir ekki ráð fyrir að fara fram á gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn vegna líkamsárásar í Breiðholti í nótt. 7.8.2019 10:35
Trump höfðar mál vegna skattskýrslulöggjafar Donald Trump og Repúblikanaflokkurinn höfða nú mál gegn Kaliforníuríki eftir að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. 7.8.2019 08:43
Ók á níu ára dreng og stakk af Ökumaður stakk af eftir að hafa ekið á níu ára dreng í Hafnarfirði í gær. Drengurinn var á leið yfir gangbraut. 7.8.2019 06:47
Sóttu slasaða konu á Seyðisfjörð Hópur björgunarfólks sótti slasaða konu í hlíðar Fjarðardals við Seyðisfjörð á tólfta tímanum í gærkvöldi. 7.8.2019 06:30