Vésteinn Örn Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Velferðarráðuneytið hefur staðfest að Tryggingastofnun Ríkisins hafi hlunnfarið stóran hóp öryrkja um milljarða króna á undanförnum árum. Áður hafði Umboðsmaður Alþingis birt áfellisdóm yfir aðferðum TR í þessum málum. Daníel Isenbarn, lögmaður ÖBÍ, útskýrir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Tveimur hótelstarfsmönnum sagt upp fyrir að henda svörtum gesti út

DoubleTree hótelið í Portland, sem rekið er af risahótelkeðjunni Hilton, hefur sagt upp tveimur starfsmönnum sínum sem sakaðir höfðu verið um kynþáttafordóma eftir að myndband náðist af þeim þar sem þeir gerðu þeldökkum hótelgesti að yfirgefa hótelið.

Smárúta á vegum Strætó valt á Vesturlandi

Smárúta sem ekur leið númer 59 á milli Hólmavíkur og Borgarness á vegum Strætó fór út af veginum við Skógskot á Vesturlandi í dag. Bílstjóri rútunnar og allir fimm farþegar sluppu án meiðsla.

Fram­sýn í­hug­ar að skilj­a sig frá Starfs­grein­a­sam­band­in­u

Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld.

Formaður Neytendasamtakanna vill breyta reglum um skilarétt

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í verslanir eftir aðfangadag að skila gjöfum. Formaður Neytendasamtakanna segir nauðsynlegt að breyta neytendalögum þannig að réttur fólks til að skila vörum í verslanir sé sá sami og skilaréttur á netinu.

Sjá meira