Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Velferðarráðuneytið hefur staðfest að Tryggingastofnun Ríkisins hafi hlunnfarið stóran hóp öryrkja um milljarða króna á undanförnum árum. Áður hafði Umboðsmaður Alþingis birt áfellisdóm yfir aðferðum TR í þessum málum. Daníel Isenbarn, lögmaður ÖBÍ, útskýrir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30. 4.1.2019 18:00
Flöskuskeyti ellefu ára drengs ferðaðist meira en fimm þúsund kílómetra frá Íslandi til Noregs Flöskuskeyti sem kastað var í hafið suðaustur af Íslandi í júlí á þessu ári kom á land í norðurhluta Noregs í dag. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. 30.12.2018 22:32
Tveimur hótelstarfsmönnum sagt upp fyrir að henda svörtum gesti út DoubleTree hótelið í Portland, sem rekið er af risahótelkeðjunni Hilton, hefur sagt upp tveimur starfsmönnum sínum sem sakaðir höfðu verið um kynþáttafordóma eftir að myndband náðist af þeim þar sem þeir gerðu þeldökkum hótelgesti að yfirgefa hótelið. 30.12.2018 21:49
Smárúta á vegum Strætó valt á Vesturlandi Smárúta sem ekur leið númer 59 á milli Hólmavíkur og Borgarness á vegum Strætó fór út af veginum við Skógskot á Vesturlandi í dag. Bílstjóri rútunnar og allir fimm farþegar sluppu án meiðsla. 30.12.2018 19:00
Fjölmiðlafulltrúi Cardi B hellti sér yfir konu á flugvelli: „Engin furða að maðurinn þinn fór frá þér“ Patience Foster, fjölmiðlafulltrúi bandaríska rapparans Cardi B, náðist á myndbandsupptöku hella sér yfir konu á flugvelli í Ástralíu um helgina. 30.12.2018 18:04
Báðar konurnar alvarlega slasaðar eftir hátt fall Önnur kvennanna var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hún er sögð meira slösuð en hin. 30.12.2018 17:36
Segir ólíklegt að Brexit náist á réttum tíma verði samningur May ekki samþykktur Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. 30.12.2018 16:29
Vél WOW lent í Edinborg vegna neyðarástands Fjölmiðlar í Skotlandi segja að um veikindi um borð hafi verið að ræða. 30.12.2018 14:11
Framsýn íhugar að skilja sig frá Starfsgreinasambandinu Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. 28.12.2018 22:19
Formaður Neytendasamtakanna vill breyta reglum um skilarétt Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í verslanir eftir aðfangadag að skila gjöfum. Formaður Neytendasamtakanna segir nauðsynlegt að breyta neytendalögum þannig að réttur fólks til að skila vörum í verslanir sé sá sami og skilaréttur á netinu. 28.12.2018 20:57