Dæmi um að hundar hlaupi fyrir bíla vegna flugelda Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir. 28.12.2018 20:14
Bílstóll barnsins sem lést var laus Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa unnu í dag að rannsókn umferðarslyssins sem varð við Núpsvötn í gær. Bílstóll fannst laus í Land Cruiser-jeppanum sem fór út af veginum við Núpsvatnsbrú og barnið sem lést var ekki í stólnum. Blóðsýni á ökumanni bifreiðarinnar leiddi í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis. 28.12.2018 18:38
Viðgerðum á tengivirki Írafossvirkjunar lokið Eldur kom upp í tengivirki Írafossvirkjunar aðfararnótt jóladags. 28.12.2018 17:33
Kólumbískur eiturlyfjabarón skotinn til bana Kólumbíski glæpaleiðtoginn og eiturlyfjabaróninn Walter Arizala, betur þekktur sem "Guacho“ var í dag skotinn til bana af teymi kólumbískra sérsveitarmanna eftir að hafa verið á flótta síðustu mánuði. Þetta tilkynnti Ivan Duque, forseti Kólumbíu, í sjónvarpsávarpi fyrr í dag. 22.12.2018 22:14
Ekki sér fyrir endann á lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum Lokun hluta ríkisstofnana Bandaríkjanna mun að öllum líkindum vara fram yfir jól. Þetta varð ljóst eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman og náði ekki samkomulagi um fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22.12.2018 21:07
Vill fjármagna vegaframkvæmdir með lánum sem greiðist með vegtollum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, telur að heildarupphæð lánsfjármagns sem Vegagerðin þarf til framkvæmda sem settar eru í forgang sé minnst 50 milljarðar. Þetta kemur fram í frétt RÚV. 22.12.2018 20:00
Dúxaði í MH með 9,91 í meðaleinkunn 130 nemendur af sex námsbrautum voru brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í gær. Dúx skólans, Melkorka Gunborg Briansdóttir, útskrifaðist með aðra til fjórðu hæstu meðaleinkunn í sögu skólans eða 9,91 í meðaleinkunn. Hugi Kjartansson var semídúx með meðaleinkunn upp á 9,3. 22.12.2018 19:07
Reykræstu hús í Reykjanesbæ Brunavarnir Suðurnesja fengu útkall skömmu fyrir klukkan sex um að eldur logaði í húsi að Framnesvegi. 22.12.2018 18:19
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að Isavia gerir ráð fyrir tæplega tíu prósenta samdrætti í komu farþega til landsins fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Gangi áætlanir eftir má gera ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um allt að 1800 á dag. 22.12.2018 18:00
Icelandair hættir að fljúga til Dallas á næsta ári Icelandair kemur til með að hætta áætlunarflugi sínu til Dallas í Texas í Bandaríkjunum í mars næstkomandi. Þá mun American Airlines verða eina flugfélagið með áætlunarferðir milli Dallas og Keflavíkur. 22.12.2018 17:36