Eldur kviknaði í bíl á Eyrarbakka Eldur kom upp einum bíl sem stóð á bílastæði á Eyrarbakka í dag. Þetta hefur fréttastofa eftir Pétri Péturssyni, slökkviliðsstjóra hjá brunavörnum Árnessýslu. 22.12.2018 17:06
Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22.12.2018 16:49
Demi Lovato segist „edrú og þakklát fyrir að vera á lífi“ Bandarísk poppsöngkonan Demi Lovato sendi í nótt frá sér röð tísta þar sem hún ávarpaði aðdáendur sína og tjáði sig lauslega um atvik sem talið er að tengist ofneyslu söngkonunnar á heróíni. 22.12.2018 16:05
Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22.12.2018 15:23
Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17.12.2018 23:17
Fær ekki krónu við starfslok vegna kynferðislegrar áreitni Les Moonves, fyrrverandi forstjóri bandaríska fjölmiðlarisans CBS sem lét af störfum eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun, mun ekki fá 120 milljónir Bandaríkjadala í starfslok, eins og samningur hans kvað á um. Þetta ákvað CBS að lokinni ítarlegri rannsókn sem sýndi fram á að fótur var fyrir ásökununum á hendur Moonves. 17.12.2018 22:47
Ætlar að leggja fram vantrauststillögu á May Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands,tilkynnti í dag að hann hygðist leggja fram vantrauststillögu gegn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanni Íhaldsflokksins. 17.12.2018 21:26
Dæmdur til að horfa ítrekað á Disney-kvikmynd eftir að upp komst um veiðiþjófnað Bandarískur maður hefur verið dæmdur til þess að horfa ítrekað á Disney-teiknimyndina Bamba, eftir að hann var sakfelldur fyrir stórfelldan veiðiþjófnað í Missouri-ríki í Bandaríkjunum. 17.12.2018 20:30
Forsætisnefnd lýsir sig vanhæfa í Klaustursmálinu Allir þeir þingmenn sem eiga sæti í forsætisnefnd hafa metið sig vanhæfa til þess að fjalla um Klaustursmálið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forseta Alþingis sem send var á fjölmiðla í dag. Vísir fjallaði fyrr í dag um að nokkrir nefndarmenn hefðu þegar sagt sig frá málinu. 17.12.2018 17:43
Þúsundir Belga mótmæla innflytjendasamþykkt Sameinuðu þjóðanna Um 5500 mótmælendur hafa safnast saman í Brussel, höfuðborg Belgíu, til þess að mótmæla samþykkt Sameinuðu þjóðanna um flóttafólk og innflytjendur sem undirritaður var í Marokkó í síðustu viku. 16.12.2018 17:35