Vésteinn Örn Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Eldur kviknaði í bíl á Eyrarbakka

Eldur kom upp einum bíl sem stóð á bílastæði á Eyrarbakka í dag. Þetta hefur fréttastofa eftir Pétri Péturssyni, slökkviliðsstjóra hjá brunavörnum Árnessýslu.

Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður

Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag.

Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna

Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári.

Fær ekki krónu við starfslok vegna kynferðislegrar áreitni

Les Moonves, fyrrverandi forstjóri bandaríska fjölmiðlarisans CBS sem lét af störfum eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun, mun ekki fá 120 milljónir Bandaríkjadala í starfslok, eins og samningur hans kvað á um. Þetta ákvað CBS að lokinni ítarlegri rannsókn sem sýndi fram á að fótur var fyrir ásökununum á hendur Moonves.

Ætlar að leggja fram vantrauststillögu á May

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands,tilkynnti í dag að hann hygðist leggja fram vantrauststillögu gegn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanni Íhaldsflokksins.

Forsætisnefnd lýsir sig vanhæfa í Klaustursmálinu

Allir þeir þingmenn sem eiga sæti í forsætisnefnd hafa metið sig vanhæfa til þess að fjalla um Klaustursmálið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forseta Alþingis sem send var á fjölmiðla í dag. Vísir fjallaði fyrr í dag um að nokkrir nefndarmenn hefðu þegar sagt sig frá málinu.

Sjá meira