Telur að Ísland ætti að sækjast eftir undanþágum frá orkupakkanum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins telur hagstætt fyrir Ísland að að fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þær undanþágur þurfi þó að sækja með ákveðnum fyrirvara. 17.11.2018 17:46
Norðmenn mótmæla fyrirhuguðum breytingum á fóstureyðingalöggjöf Fjölmenn mótmæli hafa verið í stærstu borgum Noregs í dag. Ástæða mótmælanna eru fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnar Ernu Solberg á fóstureyðingalöggjöf landsins. 17.11.2018 16:30
Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði. 16.11.2018 23:37
Biðla til Amazon um að stöðva sölu á „sovéskum“ varningi Meðlimir Evrópuþingsins hafa sent forstjóra bandaríska netverslunarrisans Amazon, Jef Bezos, opið bréf þar sem þeir biðja hann um að stöðva sölu fyrirtækisins á varningi undir merkjum Sovétríkjanna sálugu, hamars og sigðar. 16.11.2018 23:19
Barði í Bang Gang orðinn að styttu Stytta af tónlistarmanninum Barða Jóhannssyni, oft kenndum við Bang Gang, var afhjúpuð á Rokksafni Íslands í Hljómahöll í Reykjanesbæ í dag. 16.11.2018 21:26
Sprungin rúða og löskuð hurð ollu töfum á tveimur ferðum WOW air Umtalsverðar tafir urðu á tveimur áætlunarflugferðum WOW air til landsins vegna óhappa í dag. Annars vegar var um að ræða sprungu í rúðu vélar sem fara átti frá Mílanó til Keflavíkur í dag. Þá slóst landgöngubrú í hurð vélar félagsins í Kaupmannahöfn meðan farþegar hennar stigu frá borði og olli því að vélin var ekki metin flughæf. 16.11.2018 19:30
Utanríkisráðuneytið veitir hundrað milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen Utanríkisráðuneyti Íslands mun verja eitt hundrað milljónum króna til neyðaraðstoðar í Jemen. Þetta ákvað Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 16.11.2018 18:55
Ætla að greiða leið ungra og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn Ríkisstjórnin hyggst ráðast í sértækar aðgerðir til þess að auðvelda ungu og tekjulágu fólki að festa kaup á íbúðarhúsnæði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem velferðarráðuneytið gaf frá sér í dag. 16.11.2018 18:33
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þeir sem hafa lent í vanskilum með smálán ættu að íhuga að kanna sinn rétt að sögn formanns starfshóps sem er að skoða umhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi. Hann segir lánin mögulega vera ólögleg. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 16.11.2018 18:05
Íslensk sjálfboðaliðasamtök sýknuð af launakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag sjálfboðaliðasamtökin Seeds á Íslandi af launakröfu portúgalska doktorsnemans Tiago Quintanihla. Krafan sneri að vangoldnum launum og hljóðaði upp á rúmar tvær milljónir króna. 16.11.2018 17:52